Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:00 Brimbrettakapparnir sátu sem fastast þegar fréttastofa leit við í Þorlákshöfn í dag. Vísir/bjarni Brimbrettakappar sem stöðvuðu framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn heita því að halda mótmælum sínum áfram þar til hætt verður við áformin. Að öðrum kosti verði úti um sportið. Forseti bæjarstjórnar segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna og á endanum gæti þurft að siga lögreglu á brimbrettakappana. Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur. Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Framkvæmdir við landfyllingu í Þorlákshöfn hófust í gær en þær voru stöðvaðar þegar hópur brimbrettakappa mætti til mótmæla. Brimbrettakappar í Þorlákshöfn hafa lengi staðið í stappi við bæjaryfirvöld í Ölfusi. Kapparnir telja uppbyggingu á hafnarsvæðinu þrengja að einstakri öldu úti fyrir bænum. „Við erum semsagt að mótmæla landfyllingu undir gáma sem á að koma hérna yfir okkar útivistarsvæði og við krefjumst þess að framkvæmdin fari í umhverfismat,“ segir Egill Örn Bjarnason, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands og einn brimbrettakappa sem mættir voru til friðsamlegra mótmæla í Þorlákshöfn í dag þegar fréttastofu bar að garði. „Einhverjir hafa verið hérna síðan klukkan sjö í morgun, ég kom um tólfleytið, og ég ætla að vera hérna áfram þangað til þetta verður stöðvað,“ segir Ari Daníel Agnarsson, brimbrettakappi. Þversagnakennt að moka yfir aðalaðdráttarafl bæjarins Mörk landfyllingarinnar í suður verða rétt við listaverkið sem Egill bendir á í innslaginu hér fyrir ofan. „Hún nær svo einhverja tugi metra þarna út og tengist nýja hafnargarðinum hér.“ Þannig að ásýndin yrði allt önnur ef þetta næði fram að ganga? „Já, þessi íþrótt fyrir okkur hér væri bara búin,“ segir Egill. En er réttlætanlegt að stöðva svona framkvæmdir með tilheyrandi fjárhagslegu tjóni, og tíma sem þarf í endurskipulag, fyrir fáeinar hræður á brimbretti? „Ótrúlega góð spurning. En bæjarfélög erlendis hafa byggst upp í kringum svona staði. Og það er ansi þversagnakennt þegar þú ætlar að moka yfir helsta aðdráttaraflið í bænum.“ Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.Vísir/Einar Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar í Ölfusi segir ekki hægt að koma í veg fyrir landfyllinguna á þessu stigi. „Þetta er búið að tefjast í raun um tvö ár frá því að það var ákveðið að fara í þetta. Þetta er komið á framkvæmdastig. Vitanlega getur þetta ekki verið svona, þau eru í raun í algjörum órétti að tefja framkvæmdir og á einhverjum tímapunkti þarf kannski að kalla til lögreglu til að skakka málin,“ segir Gestur.
Ölfus Deilur um iðnað í Ölfusi Aldan í Þorlákshöfn Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira