Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Netöryggi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn var í gær, 11. febrúar. Mikilvægi málaflokksins hefur sjaldan verið meira og til þess að undirstrika það hefur árið 2025 verið útnefnt sem Evrópuár um stafræna borgaravitund til þess að draga þessi mál framar á sjónarsviðið. SAFT – Netöryggismiðstöð Íslands er ábyrgt fyrir því að skipuleggja dagskrá fyrir Alþjóðlega netöryggisdaginn þar sem sérstök áhersla verður á félagslegt netöryggi. Netöryggi á sér tvær hliðar: Tæknilegt netöryggi Félagslegt netöryggi Í netöryggisáætlunum landsins ættum við alltaf að horfa bæði til þess að tryggja tæknilega innviði og vernda fólk sem notendur. Í stríði er sannleikurinn það fyrsta sem deyr Samhliða netárás á innviði frá óvinveittu ríki mun fylgja flóðbylgja af upplýsingaóreiðu sem mun ala á ótta og efasemdum með það að markmiði að grafa undan trausti í garð t.d. stjórnvalda, fjölmiðla og stofnanna. Blekkingum, ýkjum, hálfsannleik og fölskum upplýsingum verður dreift til þess að fá okkur til að missa trú á lykilstofnanir sem halda samfélaginu okkar saman. Við verðum vanvirk og hættum að bregðast við. Á sama tíma verður kveikt undir öfgahópum til þess að auka á skautun og egna okkur saman. Ætlum við að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við? 43% þátttakenda í rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd gerðu ekkert þegar að þau rákust á frétt á netinu sem þau töldu vera falsfrétt (2021 var hlutfallið 23,8%). 41% barna í 8.-10. bekk grunnskóla á Íslandi og 67% í framhaldsskóla telja sig hafa séð falsfrétt. Um 60% þeirra gerðu ekkert til þess að bregðast við. Óvinveitt ríki sem beina hingað upplýsingaóreiðu vilja að við hættum að bregðast við og að við verðum óvirk. Að við missum allt traust og trú á okkar samfélagi. Mótsvarið okkar getur því ekki verið fólgið í því að ala á ótta, efasemdum og vantrú „treystu engu“ getur ekki verið svarið, heldur eigum við frekar að hugsa hverju getum við treyst? Hvaðan kemur þetta? Hver segir frá? Hvert er markmiðið? Hvaða hvati/hvatar liggur að baki? Upplýsingaóreiða hefur engin landamæri og hún þrífst best á tímum óvissu. Á hverjum degi dynja á okkur upplýsingar úr öllum áttum. Í þessum mikla straumi gerum við okkar besta til að synda með og halda höfðinu fyrir ofan yfirborðið. Handan við hornið áætlar skýrsla Europol að gervigreind muni framleiða 90% alls efnis á internetinu árið 2026. Framundan er því flóðbylgja sem er í þann mund að skella á okkur með miklu krafti. Nú ekki tíminn til að kasta inn handklæðinu og hætta að bregðast við! Lykilatriði hér er valdefling notenda á netinu. Að við stoppum, hugsum og athugum sannleikagildi upplýsinga. Að við vitum hvert við getum leitað að traustum og góðum upplýsingum. Kunnum að bregðast við þegar að við lendum í vanda og skiljum hvernig upplýsingum er beitt til að hafa áhrif á okkur. Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Heimildir: Traust í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi – Maskína og Fjölmiðlanefnd 2022 Börn og netmiðlar (2023) – Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Fjölmiðlanefnd
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun