Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 12:02 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“ Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“
Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira