Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. febrúar 2025 12:02 Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. FF Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“ Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Formaður félags framhaldsskólakennara og aðrir fulltrúar samninganefndar kennara vildu lítið tjá sig við fjölmiðla fyrir fundinn sem er boðaður til klukkan hálf eitt í dag en óvíst hve lengi hann mun standa. Hafa kennarar leitast við að ganga samstilltir til viðræðna við bæði ríki og sveitarfélög. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti samninganefnd framhaldsskólakennara nokkra og langa fundi, allt upp í tólf klukkustundir, hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku en líkt og kunnugt er eiga bæði leik-, grunn-, og framhaldsskólakennarar í viðræðum við annars vegar ríkið og hins vegar sveitarfélög. Verði ekki samið um nýjan kjarasamning fyrir 21. febrúar hefst verkfall í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Það eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Eins og stendur er verkfall í einum leikskóla, leikskóla Snæfellsbæjar, en Félagsdómur dæmdi önnur verkföll ólögleg á sunnudaginn. Tjáir sig ekki um „ábyrgð annarra“ Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun. „Við áttum samráðsfund með ríkissáttasemjara bara til að fara yfir stöðuna og það er ekkert nýtt að frétta,“ sagði Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við fréttastofu í Karphúsinu. Aðspurð segir hún engar nýjar tillögur hafa borist frá fulltrúum kennara. Teljið þið að það verði farið í verkfallsaðgerðir í öllum skólum? „Það er þeirra að ákveða það og við virðum þeirrar aðgerðir,“ svarar Inga. Það sé vissulega mikið áhyggjuefni að enn hafi ekki verið boðað til fundar í viðræðum kennara og sveitarfélaga í ljósi þess að umfangsmeiri verkfallsaðgerðir gætu vofað yfir. „Auðvitað höldum við í vonina að við náum að semja.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Visir/Vilhelm Fram hefur komið í umræðunni að öllu styttra hafi verið á milli aðila áður en úrskurður félagsdóms um ólögmæti kennaraverkfalla í grunn- og leiksólum lá fyrir um helgina. „Það eru nokkur atriði sem stendur á enn á milli aðila og það þarf bara að leysa úr þeim,“ svarar Inga innt eftir viðbrögðum við þessu. Meint afskipti stjórnvalda af kjaraviðræðunum á viðkvæmu stigi, þegar kennarar töldu sig hafa verið við það að skrifa undir, hafa einnig vakið umtal en Inga vildi ekkert staðfesta um hvað væri hæft í þeim efnum. „Ég get ekki tjáð mig neitt um hvað aðrir bera ábyrgð á. Við höfum bara reynt að standa vaktina hér, samninganefndir og vinna okkar vinnu, en aðkoma annarra er ekki á okkar ábyrgð,“ segir Inga. Hún segir erfitt að segja til um það hvort það fari að sjá í land. „Við gerum okkar besta og við erum alltaf tilbúin í samtal og það skiptir máli að það séu allir á þeim stað.“
Framhaldsskólaleikarnir Grunnskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira