„Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. febrúar 2025 21:47 Borche Illievski velti því fyrir sér hvers vegna ÍR virðist spila verr á heimavelli en útivelli. Vísir/Anton Brink „Niðurstaðan er svekkjandi, ekki spurning, en þetta var frábær leikur, fallegur körfubolti fyrir áhorfendurna. Eins og yfirleitt þá réðust úrslitin á einu atviki, einu skoti og frákasti, varnarlegum mistökum, og því miður urðum við fyrir því en ekki þeir í kvöld,“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, eftir 91-95 tap gegn Njarðvík í miklum spennuleik í átjándu umferð Bónus deildar karla. „Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
„Njarðvík var sterkari aðilinn undir lokin, einbeittari á mikilvægum augnablikum. Matej Kavas klikkaði til dæmis á þriggja stiga skoti undir lokin og Khalil Shabazz setti erfitt skot fyrir þá á síðustu sekúndunum. Það skóp sigurinn fyrir þá í kvöld, en þetta var frábær leikur og ég var ánægður með baráttuna í mínum mönnum,“ bætti Borche við. Leikurinn réðist einmitt á lokasekúndunum, en það stefndi ekki í það í upphafi því ÍR byrjaði algjörlega á afturfótunum. Liðinu tókst síðan að gera leikinn æsispennandi en ekki að sjá til sigurs. „Algjörlega, byrjunin á leiknum var vonbrigði og við vorum slegnir niður strax. En síðan snerum við vel til baka, sérstaklega í öðrum leikhluta og náðum að jafna leikinn. Í þriðja leikhluta náðum við góðri forystu en tókst ekki að halda henni alveg til enda. Khalil Shabazz skapaði fjögur auðveld stig, við þurfum að vera betri á þeim augnablikum, sérstaklega bakverðirnir mínir. En svona er þetta bara, ég get ekki kvartað eða kveinað…“ Virðast spila verr heima en úti „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli, ég veit ekki af hverju það er. Við eigum að spila mun betur á heimavelli en það virðist vera sem við spilum betur á útivelli,“ velti Borche fyrir sér. Baráttan um úrslitakeppnina Nú tekur við landsleikjahlé áður en síðustu fjórir leikir deildarkeppninnar verða spilaðir. ÍR er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og á eftir leiki gegn Val, KR, Hetti og Haukum. „Við víkjum ekki frá okkar markmiði. Það yrðu vonbrigði að komast ekki í úrslitakeppnina, en ég veit að ég og mínir leikmenn munum leggja allt sem við getum á okkur til að ná því markmiði,“ sagði Borche að lokum. Viðtöl „Fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik“ Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni.vísir / diego „Ég er ekkert eðlilega ánægður að ná að landa þessum sigri á erfiðum útivelli og móti ótrúlega erfiðu og góðu ÍR liði,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leik. „Við byrjuðum leikinn ótrúlega vel, erum þá alveg undir stjórn. En svo í öðrum leikhluta förum við að láta alls konar hluti fara í taugarnar á okkur, sem við eigum ekki að gera, og missum hausinn að vissu leiti. Þá erum við búnir gefa þeim sjálfstraust og það er jafn leikur í hálfleik. Þá er seinni hálfleikurinn bara 50/50 en mér fannst við vera við stjórn meirihlutann af seinni hálfleik og fannst við halda hausnum alveg í gegnum allan seinni hálfleik, ég er gífurlega ánægður með það. Svo vorum við búnir að þreyta Jacob Falko í gegnum allan leikinn og mér fannst hann ekki að ná að taka alveg jafn góðar ákvarðanir sóknarlega síðustu svona fimm mínúturnar. Við náðum að skrapa inn nokkrum stoppum og finna lausnir hinum megin, búa til góð skot og það var nóg til að vinna,“ hélt hann svo áfram. Með sigrinum styrkti Njarðvík stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Nú tekur við landsleikahlé áður en síðustu fjórir leikirnir verða spilaðir gegn Haukum, Grindavík, Tindastóli og Stjörnunni. „Við höfum verið að horfa á þriðja sætið og horfa á hina leikina líka. Það er spurning hvort við getum horft upp fyrir okkur, við eigum eftir Tindastól og Stjörnuna. En það eru bara fjórir leikir eftir, átta stig í boði og svo sjáum við bara hvar við verðum. Eina sem ég veit er að það bíður okkar hörku einvígi í átta liða úrslitum sama í hvaða sæti við verðum, en við ætlum að sjálfsögðu að tryggja heimavöllinn,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira