Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. febrúar 2025 21:46 Margrét Ágústa Sigurðardóttir er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins. „Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét. Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Enn og aftur eru málefni osta komin til umræðu eftir að Félag Atvinnurekenda, innflytjenda, sendi frá sér hreint ótrúlega fréttatilkynningu fyrr í vikunni,“ skrifar Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í aðsendri grein á Vísi. Ostamálið svokallaða varðar tollflokkun á innfluttum pitsaosti frá Belgíu. Heildsala hérlendis hóf innflutning á ostinum sem blandaður var við jurtaolíu. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun ostsins úr vöru sem ekki þyrfti að greiða tolla af yfir í að bera háa tolla. Vegna þess var Ísland sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu, í fyrsta skipti eftir að belgíski útflytjandinn kvartaði. Í tilkynningu Félags atvinnurekanda segir að ákvörðun Skattsins hafi verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Nú hefur Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birt í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni svo varan beri ekki tolla. „Þetta er bein atlaga að innlendri matvælaframleiðslu og landbúnaði á Íslandi,“ skrifar Margrét. Sjá nánar: „Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts“ Hún segir málið einfalt. „Það mál sem borið hefur hæst í umræðunni snýst um að innflutningsaðili, sem á aðild að Félagi atvinnurekenda, flutti inn mjólkurost frá Belgíu sem jurtaost um langt árabil. Í því máli er staðreyndin einfaldlega sú að eyðing skóga til framleiðslu á pálmaolíu í Asíu gerir belgískan mjólkurost að jurtaosti með því að rúmlega 10% pálmaolíu er bætt við 85% mjólkurost – þetta er sem sagt röksemdin fyrir því að mjólkurostur breytist í jurtaost,“ skrifar Margrét. Einungis hugað að sérhagsmunum Málið hafi farið fyrir héraðsdóm og Landsréttur síðan staðfest dóminn. Hæstarétti þótti ekki tilefni til að taka málið á dagskrá. „Eftir svo afgerandi niðurstöður dómstóla kom það því mjög á óvart að eitt fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar sé að breyta lögum þannig að innfluttur mjólkurostur sem ber tolla verði tollaður líkt og jurtaostur sem ber ekki tolla,“ skrifar Margrét. Hún segir að þar sé ekki verið að huga að hagsmunum almennings heldur sérhagsmuna þeirra sem flytja vöruna inn. Þessar breytingar gætu haft veruleg áhrif á innlenda mjólkurframleiðslu. „Fæðuöryggi okkar væri stefnt í hættu ásamt byggðafestu. Störfum á landsbyggðinni myndi fækka, sjálfbærni okkar skert tekjustofnar sveitarfélaga rýrðir og ekki síður myndi samkeppni skekkjast enn frekar. Ég nefni hér sérstaklega samkeppni þar sem tollverndinni er ekki eingöngu ætlað að vernda innlenda matvælaframleiðslu heldur hefur hún ekki síður þann tilgang að rétta við skekkta samkeppnisstöðu er skapast við innflutning,“ skrifar Margrét.
Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Matur Neytendur Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira