Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 11:35 Árásarmaðurinn var myndaður með bros á vör skömmu eftir árásina. X/EPA Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar. Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar.
Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Sjá meira
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35