Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 15:03 Victor Wembanyama í skotþrautinni í gærkvöld. Getty/Ezra Shaw Victor Wembanyama og Chris Paul fóru óhefðbundna og, eins og þeir vita núna, ólöglega leið í skotþrautinni í gær, á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar í körfubolta. Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell. NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Hluti af þrautinni fólst í því að reyna skot af ákveðnum færum og þurftu menn annað hvort að hitta í körfuna eða kasta þremur boltum til að komast á næsta stað í brautinni. Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan reyndu Wembanyama og Paul ekkert að hitta úr skotunum sínum heldur einbeittu sér að því að kasta boltunum sem hraðast. Klippa: Svindluðu í skotþraut NBA Þetta dugði þeim til að fara á langbesta tímanum í gegnum brautina en þeir voru svo dæmdir úr keppni á þeim forsendum að skot þeirra hefðu ekki verið „gild skot“, eins og kveðið er á um í reglunum. Það var hinn ungi Wembanyama sem átti hugmyndina að því að þeir Paul færu þessa leið. „Ég sé ekki eftir því. Mér fannst þetta vera góð hugmynd,“ sagði Frakkinn við fjölmiðlamenn. „Við náðum besta tímanum. Tölurnar tala sínu máli,“ bætti hann við. Segir Wemby hafa spurt hvort þetta mætti Draymond Green, sem keppti með Moses Moody, sagði að Wembanyama hefði spurt fyrir fram hvort að hann mætti leysa þrautina með þessum hætti. „Það sökkaði klárlega að sjá þá kasta boltanum svona. En ég verð samt að segja að Wemby gekk um völlinn og spurði alla: „Hitta úr einu eða reyna þrisvar?“ Og Wemby sagði: „Nú, svo ég get bara tekið öll þrjú skotin?“ Þannig að hann spurði. Hann spurði kannski ekki rétta fólkið, en honum til varnar þá spurði hann fjölda fólks,“ sagði Green. Donovan Mitchell og Evan Mobley úr Cleveland Cavaliers unnu keppnina og Mitchell var alveg sama þó að tími Wembanyama og Pauls hefði verið betri. „Ef þeir hefðu ekki verið dæmdir úr keppni þá held ég að við hefðum bara gert þetta eins, ef ég á að vera hreinskilinn. Maður spilar til að vinna býst ég við,“ sagði Mitchell.
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira