Atvikið átti sér stað í gærkvöldi á staðartíma þegar margmenni reyndi að komast í lest frá Nýja Delí til Prayagraj í Indlandi. Mörg fórnarlambanna voru á leið á Hindu Maha Kumbh hátíðina.
Yngsta fórnarlambið var sjö ára gamalt barn en það elsta 79 ára. Fjórtán af þeim látnu er kvenkyns. Tylft manna er enn á sjúkrahúsi.
Samkvæmt Reuters reyndi lögregla að ná stjórn á mannmergðinni en fólk datt ítrekað. Ein kona sagðist hafa rétt svo lifað troðninginn af en hún týndi öllum farangrinum sínum á brautarpallinum.