Hver einasta mínúta skipti máli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 21:54 Bernharð á leið til Reykjavíkur í sjúkraflugi. Aðsend Móðir langveiks barns hefur miklar áhyggjur af lokun flugbrauta Reykjavíkurflugvalla. Fjölskyldan hafi oft þurft að nýta sér sjúkraflug þar sem hver mínúta skipti máli. Í einlægri færslu á Facebook deilir Bylgja Finnsdóttir áhyggjum sínum um framtíð Reykjavíkurflugvallar en fjölskylda hennar hefur ítrekað þurft að nýta sér sjúkraflug vegna alvarlegra veikinda Bernharðs, sonar hennar. „Það er fyrsta skipti sem hann er floginn suður er eftir að hann fæðist. Svo hefur það verið í flogum aðallega, þangað til í fyrra, sem þarf að fljúga með hann suður og svæfa hann,“ segir Bylgja í samtali við fréttastofu. „Síðustu þrjú ár, í janúar og febrúar, höfum við fjölskyldan þurft að nota sjúkraflug til Reykjavíkur vegna alvarlegra veikinda. Nú ári eftir veikindi Bernharðs þar sem 8. febrúar nálgaðist okkur með öllum þeim tilfinningum sem þeim degi fylgja, þá fylgdi líka óöryggi og vanmáttur, vegna þess að sama dag var tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli LOKAÐ. Flugvöllur sem skiptir okkur gríðarlegu máli,“ skrifar Bylgja. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað fyrr í mánuðinum þar sem að tré í Öskjuhlíð skyggja á brautina. Fyrstu trén voru felld í síðustu viku en hugsanlega þarf alls að fella um fimm hundruð tré. Fylgdust stöðugt með staðsetningu flugvélarinnar Bernharð fæddist með genagalla en vegna hans glímir Bernharð við flogaveiki og alls konar fylgikvilla. Á síðasta ári veiktist Bernharð síðan alvarlega af lungnabólgu og þurfti að flytja hann í skyndi til Reykjavíkur. „Þegar búið var að kalla út sjúkraflug fyrir Bernharð 8. febrúar fyrir ári síðan var hjúkrunarfræðingur stöðugt að fylgjast með staðsetningu flugvélarinnar, sem var að flytja annan sjúkling, hún fór endalaust á milli í gluggann að fylgjast með vélinni og fara fram í tölvuna að kanna staðsetningu vélarinnar. Það braust út mikil gleði meðal starfsfólksins þegar ljóst var að fyrri sjúklingurinn var ekki að fara suður heldur á Akureyri svo vélin var tilbúin að taka við okkur strax,“ skrifar Bylgja. „Þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir alvarleikanum öllum í einu og ég áttaði mig á því svona eftir á hvað var mikið panikk á starfsfólki sjúkrahússins að fylgjast með fluginu og hvað lá mikið á að við kæmust í þetta flug,“ segir Bylgja. Mikill vökvi var í kringum lunga Bernharðs sem ýtti líffærum hans til hliðar. Veikindin voru það langt komin að læknarnir voru tilbúnir að svæfa hann og setja í öndunarvél. Hann var fluttur með skyndi til Reykjavíkur og fór beint í aðgerð til að fjarlægja vökvann. „Þegar við vorum að nálgast Reykjavík var læknirinn orðinn órólegur og sagði mér að hann hefði hringt suður og beðið allt teymið sem ætti að taka á móti okkur að vera tilbúið að koma út á flugvöll ef þess þyrfti og undirbjó mig fyrir það sem biði okkar,“ skrifar Bylgja. „Leiðin er stutt frá flugvellinum frá spítalann en hún er samt löng þegar maður þarf að komast inn í öruggar hendur sem fyrst,“ segir hún. Það sé galið að ætla setja tré í forgang og bæta þar af leiðandi mínútum við ferðalagið sem sé nú þegar of langt. Bætist við daglegu áhyggjurnar „Þetta er gríðarlega mikilvægt að sérstaklega að flugvöllurinn verði ekki færður og maður er núna að horfa upp á flugbrautir eru lokaðar og óvíst að sjúkraflug geti lent,“ segir Bylgja. Hún segir það erfitt að horfa upp á lokanir þegar hún viti af eigin reynslu að aðgengið sé lífsnauðsynlegt. Hver einasta mínúta skipti máli. „Að búa núna við það óöryggi að sjúkraflug sem maður þarf að stóla á geti ekki lent á Reykjavíkurflugvelli á ekki að bætast á þær áhyggjur daglegs lífs að eiga langveikt barn á landsbyggðinni,“ skrifar Bylgja. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í einlægri færslu á Facebook deilir Bylgja Finnsdóttir áhyggjum sínum um framtíð Reykjavíkurflugvallar en fjölskylda hennar hefur ítrekað þurft að nýta sér sjúkraflug vegna alvarlegra veikinda Bernharðs, sonar hennar. „Það er fyrsta skipti sem hann er floginn suður er eftir að hann fæðist. Svo hefur það verið í flogum aðallega, þangað til í fyrra, sem þarf að fljúga með hann suður og svæfa hann,“ segir Bylgja í samtali við fréttastofu. „Síðustu þrjú ár, í janúar og febrúar, höfum við fjölskyldan þurft að nota sjúkraflug til Reykjavíkur vegna alvarlegra veikinda. Nú ári eftir veikindi Bernharðs þar sem 8. febrúar nálgaðist okkur með öllum þeim tilfinningum sem þeim degi fylgja, þá fylgdi líka óöryggi og vanmáttur, vegna þess að sama dag var tveimur flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli LOKAÐ. Flugvöllur sem skiptir okkur gríðarlegu máli,“ skrifar Bylgja. Annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað fyrr í mánuðinum þar sem að tré í Öskjuhlíð skyggja á brautina. Fyrstu trén voru felld í síðustu viku en hugsanlega þarf alls að fella um fimm hundruð tré. Fylgdust stöðugt með staðsetningu flugvélarinnar Bernharð fæddist með genagalla en vegna hans glímir Bernharð við flogaveiki og alls konar fylgikvilla. Á síðasta ári veiktist Bernharð síðan alvarlega af lungnabólgu og þurfti að flytja hann í skyndi til Reykjavíkur. „Þegar búið var að kalla út sjúkraflug fyrir Bernharð 8. febrúar fyrir ári síðan var hjúkrunarfræðingur stöðugt að fylgjast með staðsetningu flugvélarinnar, sem var að flytja annan sjúkling, hún fór endalaust á milli í gluggann að fylgjast með vélinni og fara fram í tölvuna að kanna staðsetningu vélarinnar. Það braust út mikil gleði meðal starfsfólksins þegar ljóst var að fyrri sjúklingurinn var ekki að fara suður heldur á Akureyri svo vélin var tilbúin að taka við okkur strax,“ skrifar Bylgja. „Þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir alvarleikanum öllum í einu og ég áttaði mig á því svona eftir á hvað var mikið panikk á starfsfólki sjúkrahússins að fylgjast með fluginu og hvað lá mikið á að við kæmust í þetta flug,“ segir Bylgja. Mikill vökvi var í kringum lunga Bernharðs sem ýtti líffærum hans til hliðar. Veikindin voru það langt komin að læknarnir voru tilbúnir að svæfa hann og setja í öndunarvél. Hann var fluttur með skyndi til Reykjavíkur og fór beint í aðgerð til að fjarlægja vökvann. „Þegar við vorum að nálgast Reykjavík var læknirinn orðinn órólegur og sagði mér að hann hefði hringt suður og beðið allt teymið sem ætti að taka á móti okkur að vera tilbúið að koma út á flugvöll ef þess þyrfti og undirbjó mig fyrir það sem biði okkar,“ skrifar Bylgja. „Leiðin er stutt frá flugvellinum frá spítalann en hún er samt löng þegar maður þarf að komast inn í öruggar hendur sem fyrst,“ segir hún. Það sé galið að ætla setja tré í forgang og bæta þar af leiðandi mínútum við ferðalagið sem sé nú þegar of langt. Bætist við daglegu áhyggjurnar „Þetta er gríðarlega mikilvægt að sérstaklega að flugvöllurinn verði ekki færður og maður er núna að horfa upp á flugbrautir eru lokaðar og óvíst að sjúkraflug geti lent,“ segir Bylgja. Hún segir það erfitt að horfa upp á lokanir þegar hún viti af eigin reynslu að aðgengið sé lífsnauðsynlegt. Hver einasta mínúta skipti máli. „Að búa núna við það óöryggi að sjúkraflug sem maður þarf að stóla á geti ekki lent á Reykjavíkurflugvelli á ekki að bætast á þær áhyggjur daglegs lífs að eiga langveikt barn á landsbyggðinni,“ skrifar Bylgja.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira