Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2025 18:55 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Anton Brink Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill kanna hvort þingið geti aðhafst í máli Ríkisendurskoðanda. Hann hyggst funda með Þórunni Sveinbjarnardóttur forseta þingsins vegna málsins. Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ófremdarástand er sagt ríkja innan veggja stofnunarinnar vegna hegðunar Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkisendurskoðanda undanfarin ár. Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur stigið fram, tjáð sig um málin í stofnuninni og sagst hafa orðið vitni að svokölluðum EKKO-málum sem varða einelti, kynferðislega og kynbundið áreitni og ofbeldi. Hann furðaði sig á þögn Alþingis í málinu en ríkisendurskoðandi er skipaður af Alþingi. Vill kanna málið „Ég sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun setjast niður með forseta þingsins og við munum ráða ráðum okkar,“ segir Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis. Hann segir vandasamt að kanna málið sökum stöðu stofnunarinnar. „Og það er það sem ég mun komast að, hvort það sé samt eitthvað sem við getum gert til að ganga lengra í þessu máli í minni nefnd. En það er ekkert augljóst í þessu út af stöðu hans og sjálfstæði. Þess vegna hefur þetta kannski ekki gengið eins hratt og fólk myndi halda.“ Áðurnefndur sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðanda hefur harðlega gagnrýnt forseta þingsins fyrir að hafa ekki tjáð sig um málið. Hann hefur sagt að tvennt sé í stöðunni fyrir Alþingi, kjósa nýjan ríkisendurskoðanda þegar kjörtímabilið rennur út, eða að 2/3 hluti þingheims víki honum til hliðar meðan það er enn í gangi. „Það er alveg rétt og þetta er kannski spurningin sem við þurfum að svara núna, því það er augljóst að það er einhver trúnaðarbrestur í gangi þarna,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að í bígerð sé alþjóðleg úttekt á störfum Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
Þetta kom fram í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Ófremdarástand er sagt ríkja innan veggja stofnunarinnar vegna hegðunar Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkisendurskoðanda undanfarin ár. Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur stigið fram, tjáð sig um málin í stofnuninni og sagst hafa orðið vitni að svokölluðum EKKO-málum sem varða einelti, kynferðislega og kynbundið áreitni og ofbeldi. Hann furðaði sig á þögn Alþingis í málinu en ríkisendurskoðandi er skipaður af Alþingi. Vill kanna málið „Ég sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar mun setjast niður með forseta þingsins og við munum ráða ráðum okkar,“ segir Vilhjálmur í Reykjavík síðdegis. Hann segir vandasamt að kanna málið sökum stöðu stofnunarinnar. „Og það er það sem ég mun komast að, hvort það sé samt eitthvað sem við getum gert til að ganga lengra í þessu máli í minni nefnd. En það er ekkert augljóst í þessu út af stöðu hans og sjálfstæði. Þess vegna hefur þetta kannski ekki gengið eins hratt og fólk myndi halda.“ Áðurnefndur sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðanda hefur harðlega gagnrýnt forseta þingsins fyrir að hafa ekki tjáð sig um málið. Hann hefur sagt að tvennt sé í stöðunni fyrir Alþingi, kjósa nýjan ríkisendurskoðanda þegar kjörtímabilið rennur út, eða að 2/3 hluti þingheims víki honum til hliðar meðan það er enn í gangi. „Það er alveg rétt og þetta er kannski spurningin sem við þurfum að svara núna, því það er augljóst að það er einhver trúnaðarbrestur í gangi þarna,“ segir Vilhjálmur. Hann bendir á að í bígerð sé alþjóðleg úttekt á störfum Ríkisendurskoðunar.
Ríkisendurskoðun Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Sjá meira
„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. 27. október 2025 19:00