Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. febrúar 2025 22:42 Albert Guðmundsson er fyrrverandi formaður Heimdallar og formaður Varðar. Fundarstjóri umdeilds fundar Heimdallar, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði ekkert til í „grófum ásökunum“ um fundarstjórn hans. Honum þyki leitt ef öguð fundarstjórn hans hafi skilist sem dónaskapur. „Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira
„Á fundi stjórnar kjördæmisráðsins, gaf ég skýrslu og fór yfir atburðarás fundarins, en fundurinn rataði í fréttirnar í vikunni. Þar voru hafðar uppi grófar ásakanir og rangfærslur um störf mín á fundinum,“ skrifar Albert Guðmundsson, formaður Varðar , fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á Facebook síðu sinni. Hann var fundarstjóri fundar Heimdallar þar sem kosið var um hverjir fulltrúar félagsins yrðu á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Einn viðmælenda Vísis, sem jafnframt sat fundinn, fór með alvarlegar rangfærslur í samtali við fréttamann, sem ég tel mér skylt að leiðrétta,“ skrifar Albert. Albert vitnar þar í viðtal tekið við Birtu Karenu Tryggvadóttur, hagfræðing og stjórnarmann í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Hún gerði athugasemd við fundarstjórn, sagði fólk ekki hafa fengið að koma inn á fundinn né koma með breytingartillögur ásamt því að mælendaskrá hafi ekki verið virt. „Í fyrsta lagi hélt hún því fram að félagsmenn hafi ekki fengið að koma inn á fundinn. Það er alfarið rangt, enda var engum meinaður aðgangur að fundinum. Hið rétta er að röð hafði myndast í innritun og enn voru aðilar í röð þegar fundurinn átti að hefjast. Með hliðsjón af því var tekin ákvörðun um að fresta setningu fundarins, sem átti að hefjast kl. 14:00, um nokkrar mínútur. Ekki var unnt að fresta honum mikið lengur af virðingu við tíma þeirra fundargesta sem mættu á réttum tíma. Áfram var þó haldið að innrita gesti eftir að fundur var settur,“ skrifar Albert. Hann segir alla þá sem mættu á réttum tíma hafi náð að kjósa og þætti honum miður að þeir sem komu eftir að fundur hófst hafi ekki náð að kjósa. Albert segir það einnig rangt að fundargestir hafi ekki fengið að leggja fram breytingartillögur. „Í upphafi fundarins óskaði ég eftir því við fundarmenn að þeir héldu almennum umræðum í lágmarki, forðuðust að fara í manngreinarálit um einstaka nöfn í tillögu stjórnar og haga frekar máli sínu þannig að leggja fram beinar tillögur. Á engum tímapunkti á fundinum, gaf nokkur fundargestur það einu sinni í skyn að önnur heildstæð tillaga eða breytingartillaga við tillögu stjórnar, lægi fyrir fundinum,“ skrifar Albert. Þá hafi tvisvar sinnum verið færður rökstuðningur stjórnar fyrir vali á landsfundarfulltrúum félagsins. Það er ólíkt því sem Birta Karen sagði en hún sagði það sérstakt að fólk hefði ekki fengið að koma með breytingartillögur eða verða við beiðni fundarmanna um rökstuðnings stjórnar á valinu. Albert viðurkennir að hafa haldið uppi „agaðri fundarstjórn.“ Einhverjir hafi kvartað yfir dónaskap af hans hálfu og þykir honum leitt ef einhverjir hafi upplifað það. Hins vegar taldi hann ákvörðunina að stöðva umræður hárrétta og var tillagan samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. „Ég vona að við getum nú lokað þessum kafla, mætt með gleði og jákvæðni inn á landsfund, skert á stefnunni og komið sameinuð af fundi,“ skrifar Albert.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Fleiri fréttir Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Sjá meira