„Verður að skýrast í þessari viku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:01 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira