Sport

Elti­hrellirinn birtist í stúkunni og tennis­stjarnan fór að gráta í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emma Raducanu átti mjög erfitt með sig þegar hún sá eltihrellir sinn í stúkunni.
Emma Raducanu átti mjög erfitt með sig þegar hún sá eltihrellir sinn í stúkunni. Getty/ Robert Prange

Enska tennisstjarnan Emma Raducanu brotnaði niður í miðjum leik þegar ákveðinn maður birtist í stúkunni á leik hennar í Dúbaí.

Raducanu var 2-0 undir í fyrsta setti leiksins á móti Karolinu Muchova þegar hún fór til dómarans. Hún virtist hreinlega vera að fela sig á bak við dómarastólinn.

Muchova fór þá til hennar til að athuga hvað væri að. Raducanu sást þurrka tárin á eftir.

„Á mánudaginn lenti Emma Raducanu í því að það kom að henni maður á almannafæri sem var með þráhyggjuhegðun. Þessi maður sást síðan í fremstu röð í leik Emmu á þriðjudaginn. Honum var vísað í burtu af svæðinu,“ sagði í tilkynningu frá WTA.

Maðurinn er nú kominn í bann frá öllum viðburðum á vegum WTA.

Árið 2022 þá úrskurðaði dómstóll í London mann í fimm ára bráðabirgðalögbann fyrir að sitja um tennisstjörnuna. Hann kom sem dæmi margsinnis að heimili hennar.

WTA bætti við að þar sé unnið markvisst af því að öryggisverðir passi upp á öryggi keppenda og að keppendur finni ekki til óöryggis þear þeir keppa á mótum sambandsins.

Muchova vann bæði settin í leiknum og sló Raducanu út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×