Afstaða Íslands skýr Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. febrúar 2025 18:35 Kristrún Frostadóttir fundaði með öðrum ráðamönnum Evrópu í dag. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra. „Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
„Núna, eins og kannski sást um helgina í Þýskalandi, er Evrópa að þétta raðirnar. Ekki til að vera gegn Bandaríkjunum heldur til að vera betri bandamaður þegar kemur að alþjóðasamskiptum og vinna betur með Bandaríkjunum að frið í álfunni. Fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að vopnahlé sem að komið verður á verði ekki á forsendum Úkraínu, það muni ekki leiða til varanlegs friðar í álfunni þannig að fólk er að velta fyrir sér á hvaða forsendum svona samræður geti átt sér stað,“ segir Kristrún. Til umræðu á fundinum var meðal annars staða Evrópu og staða Úkraínu. „Það var verið að ræða stöðu Evrópu, stöðu Úkraínu, hvernig Evrópa gæti komið sterkari inn, hefur auðvitað verið öflugur aðili og bandamaður Úkraínu en er meðvituð um það eru aðeins að breytast vigtirnar í alþjóðasamskiptum þannig það er verið að ræða framtíð friðar í Evrópu þannig þetta er eitthvað sem snertir okkur Íslendinga,“ segir hún. Ýmsar niðurstöður hafi verið viðraðar en engin formlega niðurstaða tilkynnt. „En það er verið, eins og ég segi, að hugsa hvernig ætti að tryggja það að Úkraína hafi sannarlega rödd við þetta borð, það verði langvarandi friður í álfunni, að Evrópumenn og -konur verði þátttakendur í þessu samtali. Ég má til með að nefna það að Íslandi var sérstaklega þökkuð þátttaka í þessum fundi vegna þess að það eru allir meðvitaðir um það að það þarf að vera breið sátt og stuðningur um áframhaldandi stuðning við Úkraínu.“ Það voru ekki mörg ríki sem tóku þátt á fundi dagsins. Fyrri neyðarfundur var haldinn í gær. „Það var auðvitað hópur sem fundaði í gær. Þar var Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur, svona fulltrúi Norðurlandaþjóða og Eystrasaltsríkja, hún stóð sig þar með prýði. Nú var verið að fá breiðari sjónarmið. Ísland er náttúrulega þátttakandi í ýmsu Evrópusamstarfi, við erum hluti af Nató og fólk er meðvitaðra um að það skiptir máli að þétta raðirnar þvert á álfuna,“ segir Kristrún. Fyrr í dag kallaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, einræðisherra og gaf í skyn að hann væri spilltur. Þá gaf forsetinn í skyn í gærkvöldi að stríðið væri Úkraínumönnum sjálfum að kenna. Kristrún segir íslensk stjórnvöld þurfa senda skýr skilaboð. „Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu. Evrópa stendur með Úkraínu og það gerir Ísland líka.“ Þá liggi fyrir hver afstaða Íslands og Evrópu varðandi friðarfund Rússa og Bandaríkjamanna þar sem hvorki fulltrúum frá Úkraínu hafi verið boðið né fulltrúum Evrópuríkja. „Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er og Evrópu hvað það varðar. Ekkert um Úkraínu án Úkraínu og það þýðir að Úkraína verður að eiga sæti við borðið þegar það er samið í þessari stöðu vegna þess að, svo ég ítreki það, forsendur vopmahles og friðar þurfa að vera alveg skýrar og það skiptir máli hvernig vopnahléi er komið á,“ segir Kristrún. Margt hafi gerst á örfáum dögum „Ég myndi samt segja að þróun síðustu daga sýni að Evrópa og okkar nágrannaþjóðir, Norðurlandaþjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar, sem við erum að vinna mikið með geta hreyft sig hratt. Það er verið að þétta raðirnar vel, það er verið að eiga samskipti líka við okkar bandamenn í Bandaríkjunum. Þannig að já það er ákveðin ögurstund komin á í álfunni en fólk er að stíga inn, stíga upp og að knýja fram ákvörðunartöku,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira