Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:59 Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Byggingariðnaður Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun