Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 15:02 Ægir Þór Steinarsson spilar tímamótalandsleik í kvöld en leikurinn á móti Ungverjum verður númer níutíu á landsliðsferlinum. FIBA Basketball Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Körfubolti Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira