Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 20. febrúar 2025 13:32 Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar kemur saman ólíkt fólk sem saman myndar eina heild. Þetta fólk er af öllum kynjum, hefur fjölbreyttan bakgrunn, húðlit, líkamsgerð, tungumálakunnáttu, óskir og langanir. Það hefur væntingar um að þroska eigin þekkingu og annarra á vettvangi skólans. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. Breytingum á samsetningu háskólasamfélagsins hafa fylgt áskoranir, enda hafa þarfir, sjónarmið og væntingar orðið fjölbreyttari. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir af auðmýkt og festu. Þora að hlusta á ólík sjónarmið, reyna að skilja margvíslegar þarfir, bera virðingu fyrir því sem við skiljum ekki, læra af mistökum og þroska þannig bæði sjálf okkur og háskólasamfélagið. Það er langt í land að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. Ýmsar hindranir eru til staðar, bæði efnislegar og óefnislegar. Við þurfum að hjálpast að við að ryðja þeim úr vegi, með öllum þeim tækjum og tólum sem til eru og sem betur fer er að finna innan HÍ sérfræðiþekkingu á flestum sviðum sem þetta varða. Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi. Starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Þar kemur saman ólíkt fólk sem saman myndar eina heild. Þetta fólk er af öllum kynjum, hefur fjölbreyttan bakgrunn, húðlit, líkamsgerð, tungumálakunnáttu, óskir og langanir. Það hefur væntingar um að þroska eigin þekkingu og annarra á vettvangi skólans. En það hefur ekki alltaf verið þannig. Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu. Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. Breytingum á samsetningu háskólasamfélagsins hafa fylgt áskoranir, enda hafa þarfir, sjónarmið og væntingar orðið fjölbreyttari. Við þurfum að takast á við þessar áskoranir af auðmýkt og festu. Þora að hlusta á ólík sjónarmið, reyna að skilja margvíslegar þarfir, bera virðingu fyrir því sem við skiljum ekki, læra af mistökum og þroska þannig bæði sjálf okkur og háskólasamfélagið. Það er langt í land að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. Ýmsar hindranir eru til staðar, bæði efnislegar og óefnislegar. Við þurfum að hjálpast að við að ryðja þeim úr vegi, með öllum þeim tækjum og tólum sem til eru og sem betur fer er að finna innan HÍ sérfræðiþekkingu á flestum sviðum sem þetta varða. Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi. Starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun