Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Árni Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2025 19:34 Martin Hermannsson var frábær í kvöld og leit jákvæðum augum á framhaldið. Getty / Esra Bilgin Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur. Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Martin var í viðtali við RÚV eftir leik og var spurður að því hvernig líðanin væri eftir leik. Ísland gerði það sem það gat til að koma muninum undir fjögur stigin en hafði ekki tímann til þess. „Ég er bara svekktur. Það er samt svo erfitt að rýna í þetta strax eftir leik. Það voru miklar tilfinningar fyrir leik, á meðan leik stóð og svo núna strax eftir leik. Þetta var smá kinnhestur en sem betur fer var þetta ekki upp á að komast inn á Eurobasket. Það er einn leikur eftir og það er gott að vita af því. Við vorum ekki tilbúnir í þetta ungverska lið.“ „Það skipti eiginlega ekki neinu máli hver var að skjóta fyrir þá. Þeir bara hittu. Þeir voru bara frábærir í dag og gerðu okkur erfitt fyrir. Við fórum út úr því sem við höfum verið að gera hingað til og allt í einu hættum við að taka skot sem voru opin. Menn hikandi og hræddir og á útivelli máttu ekki vera hikandi og hræddur.“ Var eitthvað sem kom íslenska liðinu á óvart hjá Ungverjunum? „Í sjálfu sér ekki. Þetta voru eiginlega bara 2-3 leikmenn sem sáu um þetta hjá þeim. Við náðum svo að ýta þeim út úr þessu í seinni hálfleik. Það skipti samt ekki máli, þeir bara hittu, þeir voru nánast að kasta boltanum aftur fyrir sig og hittu. Þá er lítið annað að gera en að taka í höndina á þeim og óska þeim til hamingju. Við förum bara Krýsuvíkurleiðina að þessu. Það verður bara skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll.“ Martin fór yfir það að leikmenn þyrftu að ná sér eftir þennan leik og að það væri ekkert mál þar sem þeir væru á góðu hóteli. Hann brýndi samt bæði liðið og áhangendur liðsins. „Það sem skiptir máli er að vera jákvæðir. Þetta er ekki heimsendir. Það er fullt af körfubolta eftir, þeir eiga eftir að fara til Ítalíu og við eigum eftir að spila við Tyrki heima. Við sýndum það í fyrsta glugganum að við getum spilað á móti Tyrklandi og unnið þá. Það væri ógeðslega sætt að vinna þá fyrir framan fulla höll og opna kampavín inn í klefa.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira