Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2025 19:13 Anastasiia stendur hér fyrir framan blokkina þar sem hún bjó fyrst um sinn eftir komuna til Íslands. Hún hefur síðan flutt sig um set en býr þó enn á Reykjanesskaganum. Vísir/Ívar Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira