Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2025 19:13 Anastasiia stendur hér fyrir framan blokkina þar sem hún bjó fyrst um sinn eftir komuna til Íslands. Hún hefur síðan flutt sig um set en býr þó enn á Reykjanesskaganum. Vísir/Ívar Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira