Tíska og hönnun

Ekkert gefið eftir í elegansinum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Glæsidömur á SAG Awards í gær.
Glæsidömur á SAG Awards í gær. SAMSETT

Stærstu sjónvarps-og kvikmyndastjörnur heims geisluðu á rauða dreglinum í gærkvöldi þegar SAG verðlaunin fóru fram í 31. skipti í Los Angeles. Hátíðin heiðrar það sjónvarpsefni og þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á síðastliðnu ári og glæsileikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi. 

Sjarmi og elegans réði ríkjum og einhverjir stigu trylltan dans en flest allir gestir virðast hafa lagt allt í klæðaburðinn. 

Selena Gomez hefur vakið mikla athygli í leiklistinni að undanförnu fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttaröðinni Only Murders in the Building og kvikmyndinni Emilia Pérez. Hún var ein sú allra glæsilegasta í gærkvöldi í dökkbláum gala kjól frá tískuhúsinu Celine. Klæðaburðurinn minnir óneitanlega á gamlan Hollywood glamúr og háa klaufin er auðvitað sígild. 

Hátískumerkið Celina hefur sömuleiðis vakið mikla athygli að undanförnu en buxurnar sem rapparinn Kendrick Lamar klæddist á Ofurskálinni eru þaðan. 

Selena Gomez stórglæsileg í Celine.Amy Sussman/Getty Images

Wicked stórstjarnan og ofursöngkonan Cynthia Erivo stal senunni í gær í silfurlituðum síðkjól sem er listaverk. Kjóllinn er úr haustlínu tískuhússins Givenchy frá árinu 1997 og hönnuðurinn á bak við hann er enginn annar en goðsögnin Alexander McQueen. Vá, vá og vá. 

Cynthia Erivo stal senunni í silfruðum Givenchy kjól frá 1997 sem Alexander McQueen hannaði.Amy Sussman/Getty Images

Wicked leikkonan Marissa Bode skein skært í glitrandi galakjól úr vor 2025 línu tískuhönnuðarins Tony Ward. 

Marissa Bode glæsileg í vorlínu Tony Ward.Amy Sussman/Getty Images

Bridgerton bomban Nicola Couglan klæddist glæsilegum, stílhreinum og fáguðum kjól frá tímalausa tískuhúsinu Dior. 

Sjónvarpsstjarnan Nicola Coughlan skein skært í pastelbláum Dior kjól með svarta hanska við.Neilson Barnard/Getty Images

Ofurparið Adam Brody og Leighton Meester eiga það sameiginlegt að hafa leikið í einhverjum vinsælustu unglingaþáttaseríum heims, Brody í O.C. og Meester í Gossip Girl. Þau skinu skært á dreglinum í gær en Adam Brody vakti athygli fyrir nýjasta hlutverk sitt í þáttunum Nobody Wants This. Sögur herma að Meester fari með hlutverk í seríu tvö og verður mjög gaman að sjá þau saman á skjánum. 

Meester sem er hvað þekktust sem Blair Waldorf í Gossip Girl klæddist hönnun Elie Saab á dreglinum en sami hönnuður er á bak við hennar þekktasta lúkk úr Gossip Girl, glæsilega brúðarkjólnum sem hún rokkaði í sjöttu seríu þáttanna. 

Ofurparið og unglingaþáttastjörnurnar Adam Brody og Leighton Meester nutu sín á dreglinum.Axelle/Bauer-Griffin/FilmMagic

Stranger Things súperstjarnan Millie Bobby Brown valdi ljósbleik-ferskjulitaðan síðkjól með spagettí ströppum frá Louis Vuitton. Aðdáendur Stranger Things geta vart beðið eftir að sjá þessa ótrúlega hæfileikaríku leikkonu aftur á skjánum í lokaseríunni! 

Stranger Things stjarnan Millie Bobby Brown í flæðandi og fallegum Louis Vuitton síðkjól.Amy Sussman/Getty Images

Hér má sjá fleiri glæsilegar stjörnur á dreglinum í gær: 

Sofia Carson bleikur draumur í Elie Saab.Neilson Barnard/Getty Images
Carl Clemons-Hopkins rokkaði samfestinginn.Emma McIntyre/WireImage
Kristen Bell rómans gamanmyndadrottningin og aðalleikonan í Nobody Wants This var algjör gella í Armani.Amy Sussman/Getty Images
Pamela Anderson dásamleg í Dior.Gilbert Flores/Variety via Getty Images
Elle Fanning í sígildum svörtum kjól frá spænska tískuhúsinu Loewe.Kevin Mazur/Getty Images
Zoe Saldaña hlaut SAG verðlaun fyrir hlutverk sitt í Emilia Pérez. Hún hefur nú unnið til ferna verðlauna fyrir hlutverkið, SAG Award, Golden Globe, Critics Choice og BAFTA.Jeff Kravitz/FilmMagic
Timothée Chalamet fór heim með verðlaunagrip fyrir hlutverk sitt sem Bob Dylan í A Complete Unknown. Hann rokkaði sérsniðna leðurdragt frá sjóðheita tískumerkinu Chrome Hearts og lime græna skyrtu við. Kannski hefur hann verið að hlusta á BRAT plötu Charli XCX.Kevin Mazur/Getty Images
Jane Fonda hlaut heiðursverðlaun á hátíðinni í gær og hélt kraftmikla ræðu þar sem hún hvatti til samkenndar og kærleiks. Hún er alltaf stórglæsilegur ofurtöffari og skein skært í sérsaumuðum Armani síðkjól. Neilson Barnard/Getty Images





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.