Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Aron Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 07:31 Martin Hermannsson hleður í eitt af skotum sínum í leiknum Vísir/Anton Brink Martin Hermannsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í körfubolta, segir leikinn gegn Tyrkjum þar sem að landsliðið tryggði sæti sitt á EM með skemmtilegustu leikjum sem hann hefur tekið þátt í. Hins vegar fór umræðan um liðið fyrir leikinn fyrir brjóstið á honum. Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Liðið þurfti sigur til að tryggja EM-sætið og kláraði verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. „Það var lítið sofið nóttina eftir leik. Spennufallið svakalegt,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Allur undirbúningurinn sem fór í þennan leik, bæði líkamlega og andlega, er búinn að vera mikill. Það er langt síðan að það var svona mikill fiðringur hjá mér persónulega fyrir einhverjum leik. Þegar að svona mikið er undir nær maður ekki að hugsa um neitt annað. Á sama tíma er ég að koma heim í þrjá daga, hitta fjölskyldu og vini og reyna að vera alls staðar. Það er búið að vera mikið álag síðustu daga en það var þungu fargi af mér létt í gær. Ég get alveg viðurkennt það. Nú er bara spenningur fyrir sumrinu.“ Hann muni ekki eftir því að hafa spilað landsleik þar sem að fólk var byrjað að mæta á undan honum og liðinu í höllina. „Mér fannst það rosalega sérstakt og skemmtilegt á sama tíma. Það ýtti enn meira undir kvíðann og stressið en þetta var bara magnað móment í gær. Þetta var einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Allt í kringum leikinn, leikurinn sjálfur, að gera þetta með mörgum af mínum bestu vinum og fyrir framan fjölskylduna. Mamma og pabbi höfðu heldur ekki séð mig spila í langan tíma. Þetta var ein stór gleðistund. Eitthvað sem mun gefa mér gæsahúð um ókomin ár, maður mun líta til baka með miklu stolti og gott að eiga þennan leik í vasanum þegar að strákarnir mínir fara að spyrja hvort ég hafi getað eitthvað í gamla daga.“ Uppselt var á landsleik Íslands og Tyrklands þegar Ísland vann sig inn á EM.vísir/Anton Fullkomið öskubuskuævintýri Hann á erfitt með að lýsa sigurstundinni. „Þessum leik og þessu öllu. Þetta er eitthvað öskubuskuævintýri sem var skrifað fullkomlega. Allur undirbúningurinn fyrir leik, allir leikirnir sem við spiluðum í þessari undankeppni voru bara frábærir. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og við eigum þetta svo skilið líka. Ég vona að fólk átti sig á allri vinnunni sem við erum búnir að leggja í þetta. Við vorum grátlega nálægt því að fara á HM síðast. Liðið á þetta skilið. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð.“ Stóðu við stóru orðin Ísland með lið á stórmóti í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2017. Eftir tap gegn Ungverjalandi í næstsíðustu umferð undankeppninnar sýndu strákarnir okkar mátt sinn og megin gegn Tyrklandi þegar allt var undir. Umræðan um liðið sem spratt upp eftir tapið gegn Ungverjum, þar sem að sigur hefði tryggt EM sætið fyrir lokaumferðina, fór fyrir brjóstið á Martin. „Ég heyrði það eftir leikinn gegn Ungverjalandi að fólk talaði um að þegar að við þurftum að skila inn úrslitum, þegar að pressan væri á okkur, þá næðum við ekki að sýna það. Það fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það. Að fólk væri að tala um það hingað og þangað að við værum ekki nógu andlega sterkir eða góðir í að klára leiki þegar að við þurftum að klára þá. Ég held að við höfum staðið við öll stóru orðin í gær. Sýnt hvað við erum ógeðslega góðir í körfubolta. Hvað við erum gott lið og hvað allir eru að berjast fyrir hvorn annan. Maður er eiginlega bara smá orðlaus og svífandi um á bleiku skýi.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Martin er ekki alveg búinn að átta sig á því hvaða áfanga landsliðið var að ná. „Ég held að það komi með tímanum á næstu dögum þegar að maður nær að anda meira og léttar. Síminn er búinn að vera á fullu. Ótrúlegasta fólk sem maður er búinn að vera að knúsa. Maður finnur að fólk er spennt fyrir þessu. Finnur hvað það er mikil orka og áhugi á körfubolta akkúrat núna. Það er það sem við viljum. Fyrir mér er þetta skemmtilegasta íþrótt í heimi og vonandi erum við að sýna fleirum það. Sem Íslendingur viltu eiga lið í stærstu íþróttunum á stórmóti. Það var allt og langt liðið síðan að við vorum þar síðast. Ég hugsa að fólk sé byrjað að safna fyrir miða. Þú vilt ekki missa af þessu.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á Evrópumótinu í körfubolta í sumar með 83-71 sigri gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppninnar. Liðið þurfti sigur til að tryggja EM-sætið og kláraði verkefnið með stæl gegn gríðarsterku tyrknesku liði. „Það var lítið sofið nóttina eftir leik. Spennufallið svakalegt,“ segir Martin í samtali við íþróttadeild. „Allur undirbúningurinn sem fór í þennan leik, bæði líkamlega og andlega, er búinn að vera mikill. Það er langt síðan að það var svona mikill fiðringur hjá mér persónulega fyrir einhverjum leik. Þegar að svona mikið er undir nær maður ekki að hugsa um neitt annað. Á sama tíma er ég að koma heim í þrjá daga, hitta fjölskyldu og vini og reyna að vera alls staðar. Það er búið að vera mikið álag síðustu daga en það var þungu fargi af mér létt í gær. Ég get alveg viðurkennt það. Nú er bara spenningur fyrir sumrinu.“ Hann muni ekki eftir því að hafa spilað landsleik þar sem að fólk var byrjað að mæta á undan honum og liðinu í höllina. „Mér fannst það rosalega sérstakt og skemmtilegt á sama tíma. Það ýtti enn meira undir kvíðann og stressið en þetta var bara magnað móment í gær. Þetta var einhver skemmtilegasti leikur sem ég hef tekið þátt í. Allt í kringum leikinn, leikurinn sjálfur, að gera þetta með mörgum af mínum bestu vinum og fyrir framan fjölskylduna. Mamma og pabbi höfðu heldur ekki séð mig spila í langan tíma. Þetta var ein stór gleðistund. Eitthvað sem mun gefa mér gæsahúð um ókomin ár, maður mun líta til baka með miklu stolti og gott að eiga þennan leik í vasanum þegar að strákarnir mínir fara að spyrja hvort ég hafi getað eitthvað í gamla daga.“ Uppselt var á landsleik Íslands og Tyrklands þegar Ísland vann sig inn á EM.vísir/Anton Fullkomið öskubuskuævintýri Hann á erfitt með að lýsa sigurstundinni. „Þessum leik og þessu öllu. Þetta er eitthvað öskubuskuævintýri sem var skrifað fullkomlega. Allur undirbúningurinn fyrir leik, allir leikirnir sem við spiluðum í þessari undankeppni voru bara frábærir. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir og við eigum þetta svo skilið líka. Ég vona að fólk átti sig á allri vinnunni sem við erum búnir að leggja í þetta. Við vorum grátlega nálægt því að fara á HM síðast. Liðið á þetta skilið. Við erum að uppskera eins og við höfum sáð.“ Stóðu við stóru orðin Ísland með lið á stórmóti í körfubolta í fyrsta sinn síðan árið 2017. Eftir tap gegn Ungverjalandi í næstsíðustu umferð undankeppninnar sýndu strákarnir okkar mátt sinn og megin gegn Tyrklandi þegar allt var undir. Umræðan um liðið sem spratt upp eftir tapið gegn Ungverjum, þar sem að sigur hefði tryggt EM sætið fyrir lokaumferðina, fór fyrir brjóstið á Martin. „Ég heyrði það eftir leikinn gegn Ungverjalandi að fólk talaði um að þegar að við þurftum að skila inn úrslitum, þegar að pressan væri á okkur, þá næðum við ekki að sýna það. Það fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það. Að fólk væri að tala um það hingað og þangað að við værum ekki nógu andlega sterkir eða góðir í að klára leiki þegar að við þurftum að klára þá. Ég held að við höfum staðið við öll stóru orðin í gær. Sýnt hvað við erum ógeðslega góðir í körfubolta. Hvað við erum gott lið og hvað allir eru að berjast fyrir hvorn annan. Maður er eiginlega bara smá orðlaus og svífandi um á bleiku skýi.“ Gleðin var ósvikin í leikslok hjá leikmönnum ÍslandsVísir/Anton Brink Martin er ekki alveg búinn að átta sig á því hvaða áfanga landsliðið var að ná. „Ég held að það komi með tímanum á næstu dögum þegar að maður nær að anda meira og léttar. Síminn er búinn að vera á fullu. Ótrúlegasta fólk sem maður er búinn að vera að knúsa. Maður finnur að fólk er spennt fyrir þessu. Finnur hvað það er mikil orka og áhugi á körfubolta akkúrat núna. Það er það sem við viljum. Fyrir mér er þetta skemmtilegasta íþrótt í heimi og vonandi erum við að sýna fleirum það. Sem Íslendingur viltu eiga lið í stærstu íþróttunum á stórmóti. Það var allt og langt liðið síðan að við vorum þar síðast. Ég hugsa að fólk sé byrjað að safna fyrir miða. Þú vilt ekki missa af þessu.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira