Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. febrúar 2025 11:37 Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vísir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn felldu nýgerðan kjarasamning og formaður landssambands þeirra telur óánægjuna snúa að vaktafyrirkomulagi og vinnuumhverfi fremur en launum. Hann er vongóður um lausn áður en hugað verður að verkfallsaðgerðum að nýju. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni. Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hinn fimmta febrúar og var þar með komið í veg fyrir verkfall sem átti að hefjast aðeins fimm dögum síðar. Kjaraviðræður höfðu þá staðið yfir í að verða fimmtán mánuði. Samningurinn var hins vegar fellur í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem lauk í gær. Um fimmtíu og þrjú prósent höfnuðu samningnum en fjörutíu og fimm prósent samþykktu hann. Bjarni Ingimarsson, formaður landssambandsins, segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. Hann hafi í það minnsta verið bjartsýnn eftir undirritun. „En svo komu fram á kynningarfundum ákveðnar ábendingar. Við áttum alveg von á að þetta gæti orðið tæpt en vorum samt vongóðir um að hann yrði samþykktur,“ segir Bjarni. Nú verði kannað hvar óánægjan liggur en Bjarni telur að hún snúi fremur að vinnufyrirkomulagi og öðrum slíkum atriðum en launaliðnum. „Við erum með menntunarkafla sem þyrfti að skýra aðeins betur og ákveðna þætti varðandi betri vinnutíma, eða sem sagt breyting og stytting vinnuvikunnar. Hluti af þessu snýr að vaktakerfum hjá sveitarfélögum eða rekstraraðilum og hvernig launamyndun er samsett, þannig að hún endurspegli betur fjölbreytileika vaktakerfanna.“ Eftir undirritun kom fram að breytingar á menntunarkafla samningsins hafi miðað að því að auka möguleika félagsmanna á því að sækja sér viðbótargreiðslur fyrir menntun sem tengist starfinu. Bjarni segist ekki vera farinn að huga að því að taka upp þráðinn á ný varðandi mögulegar verkfallsaðgerðir. „Við þurfum bara fyrst að ná að setjast niður og fara yfir þetta með Sambandi íslenskra svetarfélaga og sjá hvað við getum gert og þau geta gert. Annað hvort færa til eða bæta við innan samningsins,“ segir Bjarni.
Kjaramál Slökkvilið Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira