Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar 26. febrúar 2025 10:16 Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að velta því fyrir mér hvað SFS og sjálftökuflokkurinn meina þegar þeir segja að það sé lítil nýliðun á strandveiðum og ef bætt verður í afla strandveiða að þá verði meiri samþjöppun? 700 gamlingjar á sjó Hvaðan koma þessir 700 „gamlingjar"? Þeir hafa flestir þrælað sér út hjá öðrum útgerðum og hjálpað til við að byggja þær upp og ekki labba þeir út með kvóta handa sér og sínum. Stjórnvöld hafa ákveðið að opna leið fyrir þá með 48 daga strandveiðikerfi. Svara ákalli um nýliðun í útgerð. Í stað okkar koma til liðs við stórútgerðina ungir sjómenn sem sumir hverjir hafa komið við í strandveiðum. Þar eru tekjurnar hins vegar ekki nægar fyrir unga menn sem eru að koma sér og fjölskyldu sinni þaki yfir höfuðið. Þannig er hringrásin hjá sjómönnum á Íslandi í dag. 210 milljónir til að fá vinnu Flestir sem eiga kvóta í dag eru orðnir eldri menn og munu alltaf selja fyrir rest, skiptir engu hvort það verði bætt í strandveiðarnar eða ekki þeir munu selja og hverjir munu kaupa? Ekki ég eða aðrir venjulegir menn. 30 tonn á 210 milljónir ræður enginn venjulegur maður við en við vitum hverjir munu kaupa. Samþjöppunin mun alltaf verða meiri og meiri í kvótakerfinu alveg sama hvernig strandveiðar verða. Frelsi einstaklingsins Hvernig í ósköpunum ætlast menn til að það verði meiri ungnýliðun á strandveiðum þegar bankar lána að hámarki 20% fyrir bát og bátur kostar kannski um 6-15 milljónir og þú færð 20-30 daga í vinnu á ári fyrir bátinn? Ég er 100% viss um að það myndi enginn fara að kaupa gröfu eða vörubíl á þessu verði fyrir 20-30 daga vinnu. Við gamlingjarnir eigum kannski léttara með að fjárfesta í bát heldur en ungt fólk sem er að koma sér upp fjölskyldu og húsnæði, ekki myndi ég treysta mér til þess fyrir þessa 20-30 daga vinnu. Bullið í framkvæmdastjóra SFS minnir mig á þegar dóttir mín var 10 ára í frekjukasti. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að efla frelsi einstaklingsins, ég get ekki séð að svo sé eftir að hafa hlustað á Vilhjálm Árnason varaformann þingflokks þeirra í pontu á Alþingi. Höfundur er trillukarl.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar