Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar 27. febrúar 2025 13:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Ferðaþjónusta Vinnumarkaður Sverrir Fannberg Júlíusson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Vegakerfið er víða gamalt og viðhaldi hefur verið ábótavant, sem hefur leitt til versnandi aðgengis og aukins ferðatíma. Þetta hefur ekki aðeins áhrif á daglegt líf íbúa, heldur einnig á þá sem starfa í ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Ferðaþjónustan, sem er ein af meginstoðum efnahagslífsins á svæðinu, hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna lélegra samgangna. Ferðamenn, sem sækjast eftir náttúruperlum og menningu Vestfjarða, lenda oft í erfiðleikum með að komast á áfangastaði vegna ótryggs aðgengis og langra vegalengda. Þetta hefur leitt til fækkunar ferðamanna á svæðinu, sem hefur bein áhrif á tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo sem gistiheimila, veitingastaða og afþreyingarfyrirtækja. Atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum hefur einnig orðið fyrir barðinu á hnignandi samgöngum. Fyrirtæki, sem reiða sig á vöruflutninga, verða oft fyrir töfum og auknum kostnaði vegna ástands vega. Þetta gerir það að verkum að rekstrarumhverfi fyrirtækja verður erfiðara og getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra. Þar að auki getur skert aðgengi haft áhrif á möguleika á nýsköpun og þróun nýrra atvinnugreina á svæðinu. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett fram áætlanir um úrbætur á samgöngum á svæðinu hafa framkvæmdir oft verið hægfara og fjárveitingar takmarkaðar. Þetta hefur leitt til aukinnar óánægju meðal heimamanna, sem krefjast tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi og tryggja framtíðarvöxt ferðaþjónustu og atvinnulífs á sunnanverðum Vestfjörðum. Axlarþungi hefur verið lækkaður á helstu vegum niður í 10 tonn og bundna slitlagið, sem lagt hefur verið á vegina hefur ekki þolað veður og álag. Aðrar samgöngur virka ekki heldur. Flugið sem er lífæð íbúa er í ólestri líka vegagerðin samdi við Norlandair um eitt flug sex daga vikunnar með 19 sæta vél en sú flugvél breyttist í níu sæta vél sem er alls ekki nóg. Tvisvar í viku eru tvö flug en ekki er hægt að ferðast á laugardögum. Breiðafjarðarferjan Baldur fer eina ferð fjóra daga vikunnar en 2x á dag tvo daga í viku en ekki er búist við ferðalögum á laugardögum. Okkar samfélag skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Þó nýr Baldur sé betra skip en það sem var á undan, er ekki hægt að segja að það þjóni öllum kröfum sem nútíma skip þarf að gera. En þetta er staðreyndin fyrir sunnanverða Vestfirði. Núna á næsta ári eða í ágúst 2026 verður sólmyrkvi hér á sunnanverðum Vestfjörðum og besti staðurinn á landinu að sjá þennan merkilega viðburð. Fleiri hundruð þúsunda munu koma til að sjá þetta víðsvegar að úr heiminum vegakerfið mun ekki höndla þann svakalega fjölda af bílum sem munu koma hingað á sunnanverða Vestfirði að ekki sé talað um allar rúturnar sem eiga eftir að koma líka. Við getum ekki og við megum ekki láta þetta sjást. Nóg hefur verið um slys á fólki síðustu ár og nóg af skemmdum bílum. Dynjandisheiði, er sá vegur sem á að tengja norður- og suðurfirðina saman og bjóða betri samgöngur á milli og að íbúar á norðurfjörðunum þurfi ekki að keyra Djúpið, sem er oft mjög erfitt. Ekki er vegaþjónusta um Dynjandisheiði á helgum sem er bagalegt. En suðurfirðirnir mundu vilja hafa þjónustu allt árið, bæði til að sækja verslun og heilbrigðisþjónustu á Ísafjörð. Herra samgönguráðherra, við íbúar sunnanverðra vestfjarða ætlum að bjóða þér á fund fljótlega á Patreksfirði, þar sem þú vonandi kemur og ræðir við íbúa um stöðuna. Forstóri vegagerðarinnar er velkominn með þér, því við eigum skilið að vita hver framtíðin er. Þetta er okkar framtíð sem er undir, og næstu kynslóða. Við vitum að það er skuld í vegakerfinu um allt land og þetta er skuld þarf að borga. Við viljum aðgerðir. Höfundur er í Flokki fólksins og íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar