Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Tómas Þór Þórðarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mummi Lú/vilhelm Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira
Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Sjá meira