„Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. mars 2025 13:54 Áslaug Arna tapaði formannskjörinu með nítján atkvæðum. Vísir/Anton brink Óhætt er að segja að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins með reisn. Eftir þakkarræðu Guðrúnar steig Áslaug upp í pontu, þakkaði fyrir sig og grínaðist. Hún hóf ræðuna á að óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur innilega til hamingju með kjörið. Þá þakkaði hún Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fráfarandi formanni og varaformanni fyrir samstarfið síðustu ár. „Ég er mjög stolt af því að hafa látið slag standa og farið í þessa vegferð og gefið kost á mér sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug. Hún sagði fundinn sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Það er líka gaman að segja frá því að hér tóku fleiri þátt í dag en allir sem kusu Vinstri græna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum,“ sagði Áslaug sem uppskar hlátur og þakkaði síðan fyrir sig. Fréttamaður náði tali af Áslaugu að fundi loknum. „Þetta gat ekki tæpara staðið. Ég er stolt af minni baráttu og þessum fundi.“ Hvernig er að tapa með svona litum mun? „Það er alveg ótrúlegt. Ég verð bara að segja það.“ Hún segist sem fyrr hlakka til að vinna með Guðrúnu og þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir. Áslaug og Bjarni féllust í faðma þegar úrslitin voru kunngjörð.Vísir/Anton Brink Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vaktin: Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. 2. mars 2025 11:58 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Hún hóf ræðuna á að óska Guðrúnu Hafsteinsdóttur innilega til hamingju með kjörið. Þá þakkaði hún Bjarna Benediktssyni og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fráfarandi formanni og varaformanni fyrir samstarfið síðustu ár. „Ég er mjög stolt af því að hafa látið slag standa og farið í þessa vegferð og gefið kost á mér sem formaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Áslaug. Hún sagði fundinn sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Það er líka gaman að segja frá því að hér tóku fleiri þátt í dag en allir sem kusu Vinstri græna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum,“ sagði Áslaug sem uppskar hlátur og þakkaði síðan fyrir sig. Fréttamaður náði tali af Áslaugu að fundi loknum. „Þetta gat ekki tæpara staðið. Ég er stolt af minni baráttu og þessum fundi.“ Hvernig er að tapa með svona litum mun? „Það er alveg ótrúlegt. Ég verð bara að segja það.“ Hún segist sem fyrr hlakka til að vinna með Guðrúnu og þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir. Áslaug og Bjarni féllust í faðma þegar úrslitin voru kunngjörð.Vísir/Anton Brink
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Vaktin: Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. 2. mars 2025 11:58 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Vaktin: Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst Formannskjör er hafið á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. Ríflega 2000 Sjálfstæðismenn greiða atkvæði milli þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Snorra Ásmundssonar í formannskjöri. 2. mars 2025 11:58