Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar 2. mars 2025 16:01 Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt. Menntavísindadeildir háskóla hafa orð á sér, úti um allan heim, fyrir að láta illa að stjórn. Kennarar á þeim sviðum koma úr ólíkum áttum; og þar sem einn vill til fjalls vill annar til fjöru. Kolbrúnu hefur tekist að stýra Menntavísindasviði HÍ á affarasælan hátt, með samblandi af festu og lempni. Þær dygðir myndu gagnast henni enn betur á stóli rektors. Auk stjórnkænsku Kolbrúnar inn á við hefur hún eflt menntavísindi á landinu með tvennum hætti: 1) með því að styðja við og efla fræðasamfélagið, t.a.m. í gegnum metnaðarfullan stuðning við doktorsnám, rannsakendur og áherslu á alþjóðlegt samstarf; 2) með því að setja á laggirnar markvisst samstarf við stjórnvöld og ýmsa samstarfsaðila. Hér hefur hún einnig náð eftirtektarverðum árangri innan háskólans með ráðningu akademísks starfsfólks þvert á fræðasvið skólans og mikilvæga samvinnu fræðasviða um kennaramenntun. En hún er einnig mjög hagnýtt þenkjandi og hefur náð að tvöfalda sértekjur sviðsins með sókn í sjóði og samningum við fjölda samstarfsaðila. Ekki síst á Kolbrún heiður skilið fyrir að hafa náð að hrinda í framkvæmd flutningi Menntavísindasviðs á háskólasvæðið sem mun eiga sér stað nú í vor. Það væri ánægjuleg krýning á því afreksverki ef Kolbrún tæki á sama tíma við embætti rektors Háskólans í heild. Hún hefur sýnt í verki að hún er kraftmikill leiðtogi sem yrði öflugur talsmaður skólans út á við og sameiningarafl inn á við. Kolbrún hefur þannig leitt eitt af fræðasviðum háskólans í gegnum mikla breytinga- og umbrotatíma, jafnframt því að hafa verið sterkur talsmaður þess út á við. Ég fylgdist vel með störfum Páls Skúlasonar, föður Kolbrúnar, sem háskólarektors á sínum tíma. Kolbrún hefur erft ýmsa eðliskosti föður síns en hefur engu að síður sinn sérstaka stíl og viðmót sem hefur reynst henni vel sem sviðsforseta og myndi hæfa rektorsembættinu afar vel. Það sem heillar mig við Kolbrúnu er þó umfram allt hve hún hefur „sterka skólasýn“. Þetta hugtak var oft notað um þekktustu skólafrömuði 20. aldar en hefur því miður fallið úr tísku. Kolbrún Pálsdóttir veit nákvæmlega út á hvað nám, kennsla og rannsóknir ganga og hver lífæð slíkrar starfsemi er. Því ljæ ég henni atkvæði mitt. Höfundur er prófessor við University of Birmingham, Boston College og Háskóla Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar