Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. mars 2025 08:31 Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við sjálfstæðismenn höfum fengið nýjan formann. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sigraði í formannskjöri flokksins sem fram fór í gær og er fyrst kvenna formaður hans. Kosningin var æsispennandi og mátti heyra saumnál detta þegar Birgir Ármannsson fundarstjóri tilkynnti úrslitin. Guðrún hlaut 50,11% atkvæða. Niðurstöðurnar eru afdráttarlausar en á sama tíma er ljóst að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir getur mjög vel við unað. Hvað úrslitin varðar að öðru leyti er þetta ekki í fyrsta skipti sem mjótt er á mununum í formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hið sama var til dæmis uppi á teningnum þegar Davíð Oddsson sigraði Þorstein Pálsson á landsfundinum 1991. Davíð hlaut þá 52,8% og Þorsteinn 46,9%. Þorsteinn var vissulega sitjandi formaður en á sama tíma mjög veikur formaður. Davíð var nýr í landsmálunum en Þorsteinn með langa reynslu. Sem sagt óneitanlega ákveðin líkindi. Við sjálfstæðismenn búum annars afskaplega vel að hafa getað valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda í formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Má til dæmis rifja upp í því sambandi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ein í framboði þegar hún var kjörin formaður Samfylkingarinnar haustið 2022. Verkefnið framundan er að sækja fram á við með samtaka mætti, auka fylgi Sjálfstæðisflokksins og gera hann aftur að forystuaflinu í íslenzkum stjórnmálum. Hvað mig sjálfan varðar langar mig að þakka öllum þeim sem greiddu mér atkvæði sitt á landsfundinum og tryggðu mér þar með sæti í utanríkismálanefnd Sjálfstæðisflokksins sem starfa mun fram að næsta landsfundi. Ég hlaut samtals 434 atkvæði og næstflest af þeim sem náðu kjöri í nefndina. Mig langar að sama skapi að þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem komu að máli við mig á landsfundinum og þökkuðu mér fyrir pistlaskrifin mín á Stjórnmálin.is. Þar á meðal nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að öðrum ólöstuðum. Mér þótti afskaplega vænt um það. Þá langar mig síðast en ekki sízt að þakka öllum sem fylgjast með síðunni en fjöldi gesta er að jafnaði á bilinu 300-400 á degi hverjum. Ég kann þeim öllum miklar þakkir fyrir það. Til gamans má geta þess að gestum vefsíðunnar fækkaði nokkuð yfir helgina en fjölgaði síðan aftur eftir að landsfundinum lauk. Draga má þá ályktun af því, sem og þeim mörgu sem þökkuðu mér skrifin á fundinum, að ófáir dyggir lesendur síðunnar hafi verið í röðum landsfundarfulltrúa sem aftur þarf ekki endilega að koma mjög á óvart. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun