Körfubolti

Hrun Tinda­stóls kvenna hélt á­fram á móti fallliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hanna Þráinsdóttir átti góðan leik með Aþenuliðinu í kvöld.
Hanna Þráinsdóttir átti góðan leik með Aþenuliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink

Aþena, sem er fallið úr Bónus deild kvenna í körfubolta, bætti í kvöld enn ofan á vandræði og vonleysi Tindstólskvenna.

Aþena vann þá 25 stiga sigur á Tindastól á heimavelli sínum, 95-70.

Tindastólsliðið var 19-15 yfir eftir fyrsta leikhlutan en Aþenukonur snéru leiknum við í öðrum leikhluta og unnu svo þriðja leikhlutann með þrettán stigum 24-11. Þær kláruðu svo dæmið sannfærandi í fjórða leikhlutanum.

Þetta var áttunda tap Tindastóls í röð í Bónus deildinni en liðið hefur ekki unnið leik síðan 4. janúar þegar liðið hóf nýtt ár á fimmta deildarsigrinum í röð. Þá stefndu Stólarnir hátt en síðan hefur ekkert gengið.

Aþena féll eftir tap á móti Grindavík í síðasta leik en þetta var annar sigur liðsins í síðustu þremur leikjum.

Þessi endasprettur er bara að koma aðeins of seint en liðið vann aðeins þrjá af fyrstu átján leikjum sínum á tímabilinu.

Violet Morrow var atkvæðamikil hjá Aþenu með 28 stig en Hanna Þráinsdóttir skoraði sextán stig, Lynn Peters skoraði þrettán stig og Dzana Crnac kom með ellefu stig, sex fráköst og sex stoðsendingar inn af bekknum.

Randi Brown skoraði 21 stig fyrir Tindastól og Ilze Jakobsone var með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×