Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 23:17 Stephen A. Smith og LeBron James. Keith Birmingham/Getty Images Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli. Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira