Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2025 21:03 Steingerður segir leitt að missa af ráðstefnunni. Þrátt fyrir það hafi henni verið vel tekið hér heima, og hún ekki mætt neinum fordómum. Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. „Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“ Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
„Ég var á leiðinni á stærstu leikjahönnuða- og framleiðendaráðstefna í heimi, sem er búin að vera þarna í tugi ára. Ég hef farið þangað í svona tíu ár,“ segir Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður. Fyrirhuguð brottför var á föstudag, en nú er ljóst að ekkert verður úr ferðinni. Steingerður er með meistarapróf í leikjahönnun frá NYU, og sótti ráðstefnuna fyrst þegar hún var þar við nám. „Ég hef farið eiginlega á hverju ári síðan, fyrir utan Covid-árin, og er búin að vera í sjálfboðavinnu á ráðstefnunni og verið að sjá um borðspilahorn á hátíðinni. Ég hef verið að sjá um skipulagið þar í nokkur ár, og þarf í raun að gera það í fjarvinnu þótt ég fái ekki að vera með á hátíðinni.“ Steingerður segir ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér á lista með Rússlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar kemur að málefnum trans fólks. Ástæðan er fyrirskipun innan úr utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, um að landamæraverðir skuli, í tilfellum þar sem grunur leikur á að ferðalangar greini rangt frá kyni sínu, meta hvort beita eigi lagaákvæði sem myndi banna viðkomandi að koma til Bandaríkjanna til frambúðar. Ómögulegt að vita hvað gerist við landamærin Fyrirskipunin, sem var í formi minnisblaðs, kom fram eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun um að trans íþróttafólk mætti ekki keppa í íþróttum kvenna. „En ef maður skoðar minnisblaðið þá er það bara allt trans fólk sem er um að ræða,“ segir Steingerður, sem hefur fylgst vel með gangi mála vestanhafs. „Það er ómögulegt að vita hvort það verði vandamál út af þessu eða ekki, en ég þori ekki að fara.“ Óljóst hvaða sannanir þurfi Steingerður segir að við komuna til Bandaríkjanna gæti vegabréf hennar vakið upp grunsemdir þar sem kyn hennar á vegabréfinu er ekki það sama og henni var úthlutað við fæðingu. „Þá þurfa þeir sannanir. Það er mjög óljóst hvaða sannanir það eru, hvort þeir myndu þá vilja fá að skoða mann - jafnvel sís manneskjur eru stressaðar um að fara í gegnum vegabréfaeftirlitið.“ Slík skoðun geti leitt af sér bann við inngöngu í landið, og jafnvel lífstíðarlandvistarbann. Það er nokkuð sem Steingerður hættir ekki á. „Ég reyndi að kynna mér þetta eins mikið og ég gat, vegna þess að þetta er svo nýtt. Ég veit af nokkrum öðrum erlendis sem eru að hætta við ferðir til Bandaríkjanna út af þessu.“ Hélt ekki að Bandaríkin færu sömu leið og Rússland Steingerður segir sorglegt að sjá þessa þróun í málefnum trans fólks vestan hafs. „Þetta er bara ótrúlegt. Maður hélt ekki að þetta færi á sama stað og Rússland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og þessi lönd sem ég vissi nú þegar að ég ætti ekki að fara til. Vonandi að þetta lagist, það verði hægt að sýna fram á að þessar reglugerðir standist ekki lög og þessu verði snúið til baka.“ Þrátt fyrir allt vill Steingerður ekki aðeins velta sér upp úr neikvæðni þegar kemur að málefnum trans fólks, og bætir við: „Mitt ferli hefur allt verið ótrúlega jákvætt og mér verið tekið vel á Íslandi. Ég hef aldrei lent í neinum fordómum. Það er svo leiðinlegt að lesa alltaf bara hörmungarsögur af trans fólki. Það hefur allt verið frábært hér, en það er leiðinilegt að komast ekki í þessa ferð.“
Hinsegin Bandaríkin Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira