Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 16:30 JJ Redick var langt frá því að vera sáttur með hugarfar leikmanna Los Angeles Lakers gegn Brooklyn Nets. ap/Pamela Smith JJ Redick, þjálfari Los Angeles Lakers, sýndi sínu liði enga miskunn eftir tapið fyrir Brooklyn Nets, þrátt fyrir að sterka leikmenn hafi vantað. Hann sagðist hreinlega ekki vita hvað Lakers-menn hafi verið að gera í leiknum. Lakers tapaði leiknum í nótt, 111-108. LeBron James var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og sömu sögu var að segja af Jaxson Hayes, Rui Hachimura og Dorian Finney-Smith. Þrátt fyrir það sagði Redick að Lakers ætti sér engar málsbætur fyrir frammistöðuna gegn Nets. „Þótt okkur hafi vantað leikmenn er það ekki afsökun fyrir því hvernig við spiluðum körfubolta,“ sagði Redick. „Hugarfarið var bara að stytta sér leið í kvöld. Viltu vera gott lið? Viltu vinna í NBA? Þú verður að gera erfiðu hlutina. Við gátum ekki sent boltann á milli okkar. Við komumst ekki inn í sóknina. Já, það endar með töpuðum bolta. Ég veit ekki hvað við vorum að gera.“ Luka Doncic, sem var með þrefalda tvennu í leiknum, tók gagnrýni Redicks til sín. „Það sem JJ sagði um samskiptin í leiknum var mikilvægt. Það var mín sök og við hefðum átt að gera betur á því sviði,“ sagði Doncic sem skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hitti hins vegar aðeins úr átta af 26 skotum sínum og tapaði boltanum fimm sinnum. Eftir átta sigra í röð hefur Lakers nú tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar með fjörutíu sigra og 23 töp. NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Lakers tapaði leiknum í nótt, 111-108. LeBron James var fjarri góðu gamni vegna meiðsla og sömu sögu var að segja af Jaxson Hayes, Rui Hachimura og Dorian Finney-Smith. Þrátt fyrir það sagði Redick að Lakers ætti sér engar málsbætur fyrir frammistöðuna gegn Nets. „Þótt okkur hafi vantað leikmenn er það ekki afsökun fyrir því hvernig við spiluðum körfubolta,“ sagði Redick. „Hugarfarið var bara að stytta sér leið í kvöld. Viltu vera gott lið? Viltu vinna í NBA? Þú verður að gera erfiðu hlutina. Við gátum ekki sent boltann á milli okkar. Við komumst ekki inn í sóknina. Já, það endar með töpuðum bolta. Ég veit ekki hvað við vorum að gera.“ Luka Doncic, sem var með þrefalda tvennu í leiknum, tók gagnrýni Redicks til sín. „Það sem JJ sagði um samskiptin í leiknum var mikilvægt. Það var mín sök og við hefðum átt að gera betur á því sviði,“ sagði Doncic sem skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Hann hitti hins vegar aðeins úr átta af 26 skotum sínum og tapaði boltanum fimm sinnum. Eftir átta sigra í röð hefur Lakers nú tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar með fjörutíu sigra og 23 töp.
NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira