Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. mars 2025 20:02 Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. Vísir/Bjarni Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit. Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Íslensk stjórnvöld greindu frá því í gær að til standi að taka í notkun kafbát til að vakta sæstrengi. Það er fyrirtæki á Íslandi, Teledyne Gavia, sem framleiðir slíka kafbáta en báturinn sem nýttur verður í verkefnið er einmitt úr framleiðslu fyrirtækisins. Báturinn var áður í eigu Háskóla Ísland þar sem hann var nýttur í vísindarannsóknir, en er nú í eigu Landhelgisgæslunnar. Hann þarf hins vegar á uppfærslu að halda áður en lagt verður af stað í verkefnið. Hávísindalegir bátar sem nýta gervigreindin „Við framleiðum ómannaða kafbáta og við erum með margar tegundir af kafbátum. Minnsti kafbáturinn okkar getur farið niður á þúsund metra dýpi og stærsti báturinn okkar getur farið niður á sex þúsund metra dýpi,“ segir Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi. Fyrirtækið fagnaði 25 ára afmæli í fyrra og hét áður Hafmynd, en er nú í eigu bandarísks stórfyrirtækis. Kafbátarnir eru búnir tækni sem er á margan hátt einstök á heimsvísu og nýtir meðal annars gervigreind. „Þeir eru bæði notaðir í vísindarannsóknir, þeir eru notaðir til að fylgjast með krítískum innviðum neðansjávar, og líka til að finna til dæmis flugslys eða sjóslys, sem hefur lent úti í sjó,“ nefnir Stefán sem dæmi. Ríki farin að átta sig á alvarleika málsins Bátur frá fyrirtækinu var meðal annars notaður við leit að flugvélinni sem fór í Þingvallavatn fyrir þremur árum. Allt frá því leit hófst að flugvél Malaysia Airlines, MH370, sem hvarf árið 2014 hefur áhugi farið vaxandi að sögn Stefáns. Ekki síður jókst áhuginn eftir sprengingar gasleiðslna á Eystrasalti haustið 2022. „Nord Stream 2, þá virkilega fóru stjórnvöld að sýna áhuga á því hvað er neðansjávar og hvað það liggur vel við höggi. Það þarf að bæta þekkinguna á því hvað er neðansjávar,“ segir Stefán. Eftirspurn hafi farið vaxandi síðan. „Hún hefur verið mjög mikið að aukast og það er mikið í gangi hjá okkur. Við erum búin að vera að bæta mikið við hjá okkur, starfsfólki og svæði, þannig við erum bara í miklum vexti eins og er.“ Nú er meðal annars unnið að endurbótum á bátnum sem mun vakta sæstrengi við Ísland. „Hann auðvitað hefur verið notaður áður, þannig að við erum að koma upp í honum nýjustu tækni þannig að hann geti unnið sitt verk sem best,“ segir Stefán.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Öryggis- og varnarmál Tækni Vísindi Nýsköpun Flugvélahvarf MH370 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira