Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 10:23 Palestínskar konur hughreysta hvora aðra eftir að ástvinir þeirra féllu í loftárás á Gasaströndinni á dögunum. AFP/Omar Al-Qattaa Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni. Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Í skýrslu sem gefin var út í dag segja rannsakendur Sameinuðu þjóðanna meðal annars að Ísraelar hafi vísvitandi gert árásir á heilbrigðisstofnanir þar sem frjósemi og heilsa kvenna var sérstaklega í fyrirrúmi. Þá var komið í veg fyrir að lyf og aðrar nauðsynjar fyrir óléttar konur hafi komist til Gasastrandarinnar og mun þetta hafa leitt til dauða óléttra kvenna og nýfæddra barna. Þá segir þar að kynferðisofbeldi ísraelskra hermanna gegn Palestínumönnum hafi aukist mjög og er þar talað um bæði nauðganir og annarskonar kynferðisbrot. Rannsakendur segja þessi brot hafa verið framin að skipan leiðtoga ísraelska hersins og pólitískra leiðtoga, eða í það minnsta með þegjandi þögn þeirra. Ráðamenn í Ísrael hafna niðurstöðum rannsóknarinnar og segja rannsakendur mannréttindaráðsins (OHCHR) hlutdræga og saka þá um að koma öðruvísi fram við Ísrael en önnur ríki. Erindrekar Ísrael gagnvart Sameinuðu þjóðunum segja skýrsluna ótrúverðuga og að augljóst sé að rannsakendur OHCHR hafi haft áður mótaðar skoðanir og sérstakar niðurstöður í huga fyrir rannsóknina. Stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu Rannsakendur OHCHR segja árásir Ísraela á Gasaströndinni hafa haft sérstaklega mikil áhrif á palestínskar konur og stúlkur. Ísraelar eru einnig sakaðir um að hafa beitt hungri sem vopni, neitað íbúum aðgengi að nauðsynjum og matvælum og um markvissa stefnu í að rústa heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir að Ísraelar hafi með kerfisbundnum hætti beitt kynferðisofbeldi frá því hernaður þeirra á Gasaströndinni hófst. Brotið hafi verið á mönnum og drengjum og myndefni af þessum brotum hafi verið dreift á netinu. Rannsakendur telja að kerfisbundin brot þessi þjóni þeim tilgangi að undiroka og gera út af við palestínsku þjóðina. Um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sé að ræða.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49 Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. 13. mars 2025 06:49
Slökktu á rafmagninu á Gasa Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. 10. mars 2025 10:25
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. 5. mars 2025 23:46
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15