Erlent

Fimm­tán í haldi vegna brunans

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þakið á skemmtistaðnum féll eftir að það kviknaði í því.
Þakið á skemmtistaðnum féll eftir að það kviknaði í því. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI

Að minnsta kosti 59 eru látnir eftir eldsvoða á skemmtistað í Norður-Makedóníu og um 155 slasaðir. Yfirvöld í landinu hafa lýst yfir sjö daga sorgartímabili. Innviðaráðherra segir málið tengjast spillingu en fimmtán manns eru í haldi lögreglu.

Um 1500 manns voru á tónleikum hljómsveitarinnar DNK á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn braust út í þaki byggingarinnar. Aðeins ein hurð var á svæðinu til að komast inn og út úr henni. 

Um 155 manns særðust, sumir mjög alvarlega. Mikið var um ungt fólk á svæðinu en sá yngsti sem fluttur var á sjúkrahús er fjórtán ára. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í landinu voru margir alvarlega brenndir.

Skemmtistaðurinn var ekki með nein leyfi fyrir þess konar viðburði samkvæmt Panche Toshkovski, innviðaráðherra Norður-Makedóníu.

„Þetta leyfi, ásamt öðrum hlutum í fortíð Makedóníu, tengist mútum og spillingum,“ sagði Toshkovski í umfjöllun The Guardian.

Fimmtán manns eru í haldi lögreglu vegna málsins en aðrir sem grunaðir eru um aðild eru á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað

Að minnsta kosti 51 lét lífið þegar eldur kviknaði í skemmtistað í Norður-Makedóníu í nótt. Um 1.500 gestir voru á tónleikum á skemmtistaðnum Pulse í Kocani þegar eldurinn kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×