Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2025 09:02 Mennirnir eru nú í haldi í fangelsi fyrir hryðjuverkamenn í El Salvador. AP/Forsetaskrifstofa El Salvador Áhyggjur manna af árekstrum milli Donald Trump Bandaríkjaforseta og dómstóla virðast vera að raungerast en Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Trump, sagði í yfirlýsingu í gær að dómstólar hefðu ekki vald til að skipta sér af aðgerðum forsetans í utanríkismálum. Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Þá sagði hún Trump í fullum rétti að reka „erlenda óvini“ úr landi. Tilefni ummælanna er umfjöllun um brottflutning hundruða ólöglegra innflytjenda til El Salvador, sem dómari hafði dæmt ólögmætan. Fyrirskipaði hann að snúa ætti fólkinu við, ef það væri farið úr landi. „Einn dómari í einni borg getur ekki stjórnað ferðum flugmóðurskips með erlenda hryðjuverkamenn innanborðs sem hefur verið vísað frá Bandaríkjunum,“ sagði Leavitt. Ekki er vitað hvers vegna hún talar um flugmóðurskip þar sem allt bendir til þess að mönnunum hafi verið flogið úr landi. Trump gaf út forsetatilskipun á föstudag um handtöku og brottvísun meintra meðlima Tren de Aragua gengisins og réttlæti aðgerðina með því að vísa til laga frá 1798, sem heimila brottflutning fólks frá ríkjum sem eru í stríði við Bandaríkin. Today, the first 238 members of the Venezuelan criminal organization, Tren de Aragua, arrived in our country. They were immediately transferred to CECOT, the Terrorism Confinement Center, for a period of one year (renewable).The United States will pay a very low fee for them,… pic.twitter.com/tfsi8cgpD6— Nayib Bukele (@nayibbukele) March 16, 2025 Lögunum hefur verið beitt þrisvar sinnum, árið 1812 og í báðum heimstyrjöldunum, þá helst gegn Bandaríkjamönnum af japönskum uppruna. Dómarinn James E. Boasberg í Washington sagði alríkislög hins vegar ekki heimila aðgerðir forsetans. Ekki hefur fengist staðfest hvenær vélarnar lentu í El Salvador og því ómögulegt að slá því föstu hvort stjórnvöld brutu gegn fyrirmælum dómarans um að snúa þeim við. Leavitt staðfesti hins vegar að fólkið hefði verið komið út úr Bandaríkjunum þegar dómarinn gaf fyrirmælin. Forseti El Salvador, Nayib Bukele, hefur birt myndskeið þar sem menn eru leiddir úr flugvél og í fangelsi. Þá sést þegar höfuð þeirra eru rökuð. Stjórnvöld í El Salvador hafa samþykkt að taka á móti og hýsa gengjameðlimi sem Bandaríkjamenn vilja losna við, gegn greiðslu. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin El Salvador Venesúela Donald Trump Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira