Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir, Ari Borg Helgason, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir, Nína Kristín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2025 07:31 Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun