Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 18. mars 2025 08:32 Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun