Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 18. mars 2025 17:31 Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi. Tillögur vinnuhelgarinnar sem hafa verið ræddar síðustu vikur snúast að mjög miklu leyti um að styrkja aðkomu grasrótarinnar, gera stjórnsýslu flokksins gagnsærri og tryggja að ákvarðanataka sé í höndum félagsmanna, ekki fámenns hóps. Markmið okkar er ekki að veikja flokkinn heldur að tryggja að hann verði raunverulega öflugur vettvangur fyrir alla sósíalista, þar sem félagsmenn geta tekið virkan þátt í ákvarðanatöku og baráttunni fyrir félagslegu réttlæti og framförum á Íslandi. Við höfum talað fyrir því að kjörnir fulltrúar og stjórnir flokksins beri ábyrgð gagnvart félagsmönnum, að fundargerðir verði aðgengilegar og að ákvarðanir séu teknar með lýðræðislegum hætti. Við höfum lagt til að félögum á landsbyggðinni standi til boða að stofna svæðisfélög, að slík félög innan flokksins fái sjálfræði, svo valdið dreifist og fleiri geti lagt sitt af mörkum. Þetta eru ekki ólýðræðislegar kröfur – heldur grundvallarforsendur fyrir sterkri og öflugri hreyfingu. Því miður höfum við séð persónulegar árásir og rangfærslur í stað efnislegrar umræðu. Þær dylgjur sem hafa verið settar fram, meðal annars í grein Oddnýjar, eru ekki ábyrgar gagnvart flokknum né félagsmönnum. Þær grafa undan þeirri samstöðu sem við viljum byggja og beina jafnframt athyglinni frá raunverulegu vandamálunum sem flokkurinn stendur frammi fyrir.Það er óumdeilt að Gunnar Smári hefur verið öflugur fjölmiðlamaður og að Samstöðin hefur átt stóran þátt í að koma mikilvægum samfélagsmálum og róttækri umræðu á dagskrá. Samstöðin er samstarfsverkefni margra og hefur sannað sig sem mikilvægur vettvangur fyrir fjölbreytta og gagnrýna umræðu. Þrátt fyrir að við höfum gagnrýnt innra starf Sósíalistaflokksins með það að markmiði að bæta og styrkja hann til framtíðar, lít ég á Samstöðina sem sjálfstætt og dýrmætt verkefni. Ég vonast til að sjá hana vaxa enn frekar og munum við beita okkar fyrir því að hún verði áfram öflugur þátttakandi í samfélagsumræðunni. Við köllum eftir uppbyggilegri umræðu. Við köllum eftir því að við ræðum tillögur okkar á málefnalegum grunni og metum þær út frá því hvort þær þjóni flokknum og félagsmönnum. Við köllum eftir því að flokkurinn okkar verði sá lýðræðislegi, róttæki og sameinaði vettvangur sem hann á að vera. Þetta er ekki tími fyrir sundrungu – heldur tíminn til þess að vinna öll saman að nauðsynlegum umbótum, svo flokkurinn geti orðið það afl sem við vitum að hann getur verið. Höfundur er forseti ROÐA, ungliðadeildar Sósíalistaflokksins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar