Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fjár­mála­stjóra hjá Set ehf.

Atli Ísleifsson skrifar
Matthías Stephensen.
Matthías Stephensen.

Matthías Stephensen hefur tekið við stöðu fjármálastjóra alþjóðlega innviðafyrirtækisins Set ehf.

Í tilkynningu segir að hann hafi yfir tíu ára reynslu af fjármálastjórnun og rekstri, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum mörkuðum. Síðast starfaði hann sem fjármálastjóri Héðins.

„Matthías mun leggja sérstaka áherslu á að styrkja fjármáladeild Set ehf. með samræmingu fjármála samstæðunnar á Íslandi, í nánu samstarfi við erlendu starfsstöðvar Set sem eru í Þýskalandi og Danmörku. Síðast starfaði hann sem fjármálastjóri Héðins og tengdra félaga. Þar áður var hann forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði hjá Arion banka.

Matthías er með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og fjármál fyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.

Um Set ehf. segir að það sé alþjóðlegt innviðafyrirtæki með starfsemi í þrem löndum og sé stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfi sig í innviðalausnum á veitu-og lagnasviði og hafi öfluga tækniþekkingu til að mæta ólíkum þörfum viðskiptavina. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×