Viðskipti innlent

Mariam til Wisefish

Atli Ísleifsson skrifar
Mariam Laperashvili kemur til Wisefish frá Standby.
Mariam Laperashvili kemur til Wisefish frá Standby. Hulda Margrét

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Wisefish, hugbúnaðarhús í viðskiptalausnum fyrir aðfangakeðju sjávarútvegs- og eldisfyrirtækja á heimsvísu.

Í tilkynningu segir að hún muni gegna lykilhlutverki í að auka alþjóðlegan vöxt félagsins og styrkja vörumerki Wisefish enn frekar. 

„Mariam hefur víðtæka reynslu í fjölmiðlum, sölu, stafrænni þróun og markaðsmálum. Hún kemur til Wisefish frá fjártæknifyrirtækinu Standby, þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri markaðsmála með sérstaka áherslu á Bandaríkjamarkað. Áður starfaði hún sem forstöðumaður markaðs- og samskiptamála fjölmiðla Sýnar og hefur yfir árin unnið hjá íslenskum fyrirtækjum eins og Sagafilm, Reon og Tulipop og bandarískum félögum WorkAmerica og National Geographic. 

Mariam er viðskiptafræðingur að mennt, lauk B.Sc. námi frá Háskóla Íslands og stundaði einnig nám við George Washington University þar sem hún sérhæfði sig í markaðsfræðum,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×