Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 20. mars 2025 16:00 Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mannréttindi Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Við hjá Þroskahjálp höfum fylgst glöð með langþráðri umræðu á Alþingi um frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra, Ingu Sæland, um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það gleður okkur hversu afdráttarlaust ráðherrann styður sjálfsögð réttindi fatlaðs fólks og hversu skilmerkilega hann bendir á að fatlað fólk er ekki að biðja um mikið, einungis að njóta sömu réttinda og allir aðrir. Markmið samningins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks gerir kröfu á ríki sem hafa fullgilt og lögfest samninginn. Líkt og félags- og húsnæðismálaráðherra, Inga Sæland, hefur ítrekað bent á er krafan langt frá því að vera ósanngjörn eða óraunhæf. Auðvitað ætti þetta bara að vera sjálfsagt mál. Markmið samningsins er einfaldlega að tryggja að fatlað fólk njóti sömu mannréttinda og allir aðrir. Og við tökum undir þá spurningu sem ráðherra lagði ítrekað fram þegar hann mælti fyrir frumvarpinu: Hver getur verið á móti því? Stjórnvöld bera ábyrgð á að fjarlægja hindranir í samfélaginu. Við tökum einnig undir með félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum þingmönnum sem stigið hafa í pontu Alþingis og krafist þess að krónur og aurar verði ekki lengur meginstefið í umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks. Fötlun er hluti af mannlegum margbreytileika, eins og fram hefur komið í umræðu um frumvarpið á Alþingi. Stærsta hindrunin í lífi fatlaðs fólks er samfélag sem tekur ekki mið af fjölbreyttum þörfum, og býður ekki upp á jöfn tækifæri. Það kostar peninga að reka samfélag og það kostar kannski líka peninga að leiðrétta þá kerfisvillu sem varð til þegar þarfir, geta og hæfileikar fatlaðs fólks voru jaðarsettir eða útilokaðir. En, það eru stjórnvöld sem bera þá ábyrgð. Það er ósanngjarnt og ólíðandi að velta fjárhagslegri ábyrgð á slíku klúðri yfir á fatlað fólk. Við fögnum þeirri umræðu sem farið hefur fram á Alþingi um málefni fatlaðs fólks í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, og við hvetjum Alþingi til þess að samþykkja frumvarpið og lögfesta samninginn með hraði. Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra og frumvarpinu um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri ÞroskahjálparUnnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar