Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar 21. mars 2025 10:33 Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Vegagerð Þingeyjarsveit Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það var mikið ánægjuefni árið 2021 þegar opnaður var hinn nýi og glæsilegi Dettifossvegur sem tengir saman Mývatnsöræfi og Ásbyrgi. Þessi 53 kílómetra langi vegkafli er ekki bara mikilvæg samgöngubót heldur stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Norðausturlandi. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur þessa lands alls um 3.500 milljónir króna, enda um mikið og metnaðarfullt samgöngumannvirki að ræða sem á að nýtast samfélaginu öllu. En galli er á gjöf Njarðar. Þrátt fyrir þessa stóru fjárfestingu hefur Vegagerðin ákveðið að beita svokallaðri G-reglu við vetrarþjónustu á Dettifossvegi. Sú regla þýðir í raun að vegurinn er aðeins mokaður tvisvar í viku yfir haust- og vorvertíð þegar snjólétt er, en ekkert yfir stóran hluta vetrarins. Þetta veldur því að vegurinn er ófær stóran hluta ársins og fjárfestingin því aðeins nýtt að litlu leyti. Áætlaður viðbótarkostnaður við að halda veginum opnum allt árið um kring er 20–40 milljónir króna á ári, sem eru smámunir í samanburði við þá 3.500 milljóna króna fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í verkefnið. Það er nánast glæpsamlegt að geta ekki boðið ferðamönnum upp á að sjá Dettifoss í vetrarskrúða því mikið tignarlegri sýn er erfitt að finna. Fossinn er þó aðeins einn af fimm aðgengilegum útsýnis- og áningarstöðum á þessum stutta vegkafla. Talandi um að fá mikið fyrir lítið. Þó popplagið fræga hafi verið gott skora ég á yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun og koma Dettifossvegi úr G-dúr og tryggja honum fulla vetrarþjónustu. Við eigum ekki að láta dýrmætan fjárfestingu standa vannýtta, heldur tryggja að hún nýtist íbúum og ferðamönnum allt árið um kring. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að nýta vel þær fjárfestingar sem þjóðin stendur straum af. Höfundur er þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun