„Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. mars 2025 10:15 Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fórnarlömbin í yfirstandandi átökum fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem hófust með árás Hamas-hryðjuverkasamtakanna á Ísrael 7. október 2023 þar sem fjöldi manns var drepinn, hafa líkt og fyrri daginn verið almennir borgarar. Einkum á Gaza þar sem þeir eru á milli steins og sleggju. Annars vegar er Ísraelsher og hins vegar Hamas sem leggur enga áherzlu á öryggi þeirra. Til að mynda hafa þannig tugir kílómetra af göngum fyrir vígamenn samtakanna verið grafnir á Gaza á sama tíma og þar er hvergi að finna loftvarnabyrgi, loftvarnarflautur eða annað slíkt fyrir öryggi almennra borgara. Mannfall á meðal óbreyttra borgara í Ísrael hefði án efa verið gríðarlegt ef ekki væri fyrir loftvarnarkerfi landsins sem nefnt er Iron Dome. Hamas og önnur hryðjuverkasamtök hafa skotið tugum þúsunda eldflauga á Ísrael á undanförnum árum sem beinlínis hefur verið beint að borgaralegum skotmörkum með það að markmiði að valda mannfalli í röðum almennings. Loftvarnarkerfi landsins hefur í langflestum tilfellum náð að stöðva þessar árásir. Þá er varla reist hús í Ísrael án þess að undir því sé loftvarnarbyrgi á sama tíma og Hamasliðar skýla sér á bak við óbreytta borgara á Gaza. Forystumenn Hamas voru spurðir af arabískum fjölmiðlum í kjölfar árásarinnar á Ísrael, þar sem ráðist var nær eingöngu á óbreytta borgara, hvers vegna þeir hefðu sett almenning á Gaza í svo gríðarlega hættu með árásinni. Ghazi Hamad, háttsettur forystumaður innan Hamas, var þannig til dæmis spurður að því af sjónvarpsstöðinni LBC í Líbanon 24. október 2023 hvort árásin yrði ekki dýru verði keypt fyrir almenna Palestínumenn. Svaraði hann því játandi en samtökin væru reiðubúin að færa þær fórnir. „Við erum kölluð þjóð píslarvotta og við erum stoltir af því að fórna píslarvottum.“ Hamad lýsti einnig þeirri afstöðu Hamas að fjarlægja yrði Ísrael með öllum ráðum og hótaði fleiri árásum á landið. Hernáminu yrði að ljúka. Spurður hvort hann ætti þar við Gaza sagðist hann eiga við allt palestínskt land. Spurður hvort það þýddi tortímingu Ísraels svaraði hann: „Já, að sjálfsögðu.“ Annar háttsettur forystumaður innan Hamas, Khaled Mashal, sagði við sádiarabíska fjölmiðilinn Al Arabiya um svipað leyti, aðspurður um þau palestínsku mannslíf sem árásin á Ísrael gæti kostað, að engin þjóð yrði frelsuð án fórna. Hamas er einfaldlega óvinur bæði Ísraels og Palestínumanna. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun