Vill fartölvu í fangelsið Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 22:17 Luigi Mangione i dómsal í New York í febrúar. AP/Steven Hirsch Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira
Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu gegn ákæru í New York en hann stendur einnig frammi fyrir alríkisákæru þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þar að auki hefur hann verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaínu, þar sem hann var handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Enn sem komið er hefur Mangione eingöngu tekið afstöðu til ákæranna í New York. Sjá einnig: Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Margir Bandaríkjamenn virðast líta á Mangione sem hetju og hefur fólk gefið peninga í varnarsjóð hans, mætt í dómsal til að styðja hann og sent honum bréf. Sjá einnig: Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Lögmenn hans lögðu fram kröfu í gær um að hann fengi fartölvu til að geta farið betur yfir gögn málsins fyrir réttarhöldin. Um er að ræða mikið magn skjala, myndbanda og annarra gagna. Alls eru þetta rúmlega fimmtán þúsund blaðsíður af skjölum og lögmennirnir segja að þeir fái ekki nægilega mikinn tíma með Mangione svo hann geti undirbúið sig almennilega fyrir réttarhöldin. Þess vegna þurfi hann að geta farið yfir gögnin utan heimsóknartíma. Samkvæmt frétt CNN hafa sambærilegar kröfur verið samþykktar í öðrum svipuðum málum. Saksóknarar í málinu hafa mótmælt kröfunni og hafa þeir samkvæmt lögmönnum Mangione vísað til þess að vitnum í málinu hafi verið hótað. Lögmennirnir segja að Mangione muni ekki geta tengst netinu í tölvunni, spilað leiki eða gert nokkuð annað en að skoða gögn málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Sjá meira