Púað á Butler í endurkomunni til Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Jimmy Butler átti erfitt uppdráttar á sínum gamla heimavelli. getty/Rich Storry Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali.
NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira