Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 10:51 Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme. Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme.
Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira