Segir Aþenu svikna um aðstöðu Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2025 11:24 Brynjar Karl segir mikið áfall að Aþena fái nú ekki aðstöðu sem félaginu þó hafði verið lofað í kjallara Austurbergs í Breiðholti. vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari með meiru segir íþróttafélagið Aþenu hafa verið svikið um íþróttaðastöðu sem því hafði verið lofað. Hann segir endalaus svik einkenna verk kerfisins gegn Aþenu sem þó er að vinna ómetanlegt ungmennastarf. „Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“ Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
„Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“
Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira