Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 15:16 Baldur Fritz Bjarnason var langmarkahæstur í Olís-deild karla í vetur. Hann skoraði 211 mörk. Næstu menn, Reynir Þór Stefánsson úr Fram og Gróttumaðurinn Jón Ómar Gíslason, skoruðu 159 mörk hvor. ír ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta. Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00. Olís-deild karla ÍR Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Baldur skoraði tíu mörk þegar ÍR tapaði fyrir FH, 33-29, í lokaumferð Olís-deildarinnar í gær. Tapið kom ekki að sök fyrir ÍR-inga sem enduðu í 10. sæti og leika þar með í Olís-deildinni á næsta tímabili. Baldur, sem er aðeins átján ára (fæddur 2007) fór mikinn á sínu fyrsta tímabili í Olís-deildinni og varð markakóngur hennar með 211 mörk. Hann lék alla 22 leiki ÍR og var því með 9,59 mörk að meðaltali í leik. Eftir því sem næst verður komist er það met í efstu deild á Íslandi. Metið yfir flest mörk á einu tímabili var, og er enn, í eigu Arnórs Atlasonar. Hann skoraði 237 mörk fyrir KA tímabilið 2003-04, eða 9,48 mörk að meðaltali í leik. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Arnór Atlason var markahæstur á sínu síðasta tímabili hér heima.vísir/vilhelm Baldur sló ekki metið yfir flest mörk á einu tímabili, enda voru leikirnir í deildinni fjórum fleiri tímabilið 2003-04. En metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili virðist nú vera í eigu hans. Gagnagrunnur HSÍ nær þrjátíu ár aftur í tímann, eða til tímabilsins 1994-95. Upplýsingar um markakónga fyrir þann tíma eru ekki aðgengilegar. Það má þó áætla með nokkurri vissu að metið sé komið í eigu Baldurs enda voru mun færri mörk skoruð í handbolta í fyrndinni. Flest mörk að meðaltali í leik frá 1995 Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88 Þrír leikmenn hafa rofið tvö hundruð marka múrinn í efstu deild frá 1995. Baldur og Arnór hafa áður verið nefndir en auk þeirra náði Theodór Sigurbjörnsson því með ÍBV tímabilið 2016-17 (233 mörk). Baldur er sonur Bjarna Fritzsonar, þjálfara ÍR, sem varð tvívegis markakóngur efstu deildar á sínum ferli. Fyrst tímabilið 2009-10 með FH (149 mörk) og svo með Akureyri tímabilið 2011-12 (163 mörk). Baldur virðist hafa erft markagenið frá föður sínum, Bjarna Fritzsyni.vísir/vilhelm Baldur er jafnframt fyrsti markakóngur ÍR í efstu deild síðan 2014-15 þegar Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 168 mörk, eða 7,64 mörk að meðaltali í leik. Sturla Ásgeirsson varð markakóngur tímabilið á undan (2013-14) og Ragnar Óskarsson tímabilið 1999-00.
Baldur Fritz Bjarnason (ÍR 2025) - 9,59 Arnór Atlason (KA 2004) - 9,48 Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV 2017) - 8,96 Julian Duranona (KA 1996) - 8,86 Halldór Jóhann Sigfússon (KA 2005) - 8,40 Mladen Cacic (ÍBV 2006) - 8,26 Ragnar Jóhannsson (Selfoss 2011) - 8,24 Haukur Þrastarson (Selfoss 2020) - 8,20 Hilmar Þórlindsson (Grótta/KR 2001) - 8,00 Jaliesky Garcia (HK 2002) - 7,88
Olís-deild karla ÍR Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira