Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 29. mars 2025 07:03 Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði fundið sig knúinn til að þrengja að réttindum fatlaðs fólk. Það gerðist þegar settar voru nýjar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði í bænum. Þetta var samþykkt í bæjarstjórn nú í vikunni, þrátt fyrir mótmæli okkar jafnaðarmanna. Endurskoðun reglnanna hefur verið í undirbúningi síðan í febrúar 2024. Þegar málið hafði verið í vinnslu í tæpt á þá var skyndilega skotið inn nýju ákvæði um að einstaklingur með miklar fatlanir, sem óskar eftir víðtækri þjónustu bæjarins, þurfi að hafa samráð við sveitarfélagið um búsetuform þannig að hægt sé að samræma þjónustuþætti á vegum sveitarfélagsins. Ekki tekið tillit til umsagnar samráðshóps Samráðshópur um málefni fatlaðs fólk fékk reglurnar til umsagnar og telur að þetta ákvæði stangist á við 9. gr. laga um málefni fatlaðra. Sú grein fjallar um að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og á rétt á að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Sérhafnfirskt afbrigði Við í Samfylkingunni tókum undir þessa umsögn og bentum á að þarna sé verið að búa til flækjustig og þrengja að réttindum fatlaðra með því að þvinga fólkið til samráðs við sveitarfélagið og leggja meiri skyldur á fatlaða umfram aðra íbúa sem þurfa þjónustu frá sveitarfélaginu. Sambærilegt ákvæði er ekki að finna í regluverki annarra sveitarfélaga, heldur er þetta sérhafnfirskt afbrigði. Forræðishyggja meirihlutans Í þessu sérstaka ákvæði birtist gamaldags og úreltur hugsunarháttur sem vitnar ekki um virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og aðlögun fólks með fatlanir að samfélaginu. En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að hin opinberu kerfi hafi vit fyrir fólki, sérstaklega fólki með fötlun. Það heitir forræðishyggja. Breytingartillaga felld Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram breytingartillögu um að fella burt og taka út þetta umdeilda ákvæði, en það var fellt, og reglurnar voru samþykktar í bæjarstjórn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ásamt bæjarfulltrúa Viðreisnar. Það segir ýmislegt um viðhorfið til réttinda og stöðu fatlaðs fólks. Á sama tíma og ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna undirbýr staðfestingu og innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þá fara Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði í allt aðra átt. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun